is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47184

Titill: 
  • Áhrif fimiþjálfunar á lesfimi nemenda í 2. bekk
  • Titill er á ensku Effects of Precision teaching on reading fluency among students in second grade
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fimiþjálfun (e. Precision Teaching) er gagnreynd kennsluaðferð, sem byggir á gagnastýrðum ákvörðunum varðandi kennslu og nám. Aðferðin á rætur sínar að rekja til atferlisgreiningar og var þróuð af Ogden R. Lindsley sem var nemandi B.F. Skinners. Eitt af meginmarkmiðum fimiþjálfunar er að nemendur nái hámarksfærni í því sem þeir eru að læra. Hámarksfærni er skilgreind út frá tíðni réttra svaranna á tímaeiningu. Því hraðari svörun á tímaeiningu þeim mun meiri hámarksfærni. Fimiþjálfun byggir á því að nemendur sjá sjálfir um að safna gögnum í formi tíðni- og tímamælinga eða hlutfalli svaranna á ákveðnum tíma. Niðurstöður mælinga skrá nemendur á þar til gerð hröðunarkort og stunda þannig sjálfseftirlit í eigin námi. Út frá gögnunum eru sett markmið með kennara um frammistöðu sem nemendur stefna að því að ná á tilteknum tíma.
    Markmið þessarar rannsóknar var að skoða áhrif fimiþjálfunar á lesfimi nemenda í 2. bekk og var fimiþjálfunin framkvæmd í paravinnu þar sem nemendur þjálfuðu hvern annan. Átta þátttakendur í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í rannsókninni sem stóð yfir frá byrjun febrúar fram yfir fyrstu viku maímánaðar. Um einliðasniðstilraun var að ræða þar sem margfalt grunnskeiðssnið yfir pör þátttakenda var notað til að meta áhrif inngrips. Auk þess voru stöðluð próf lögð fyrir í upphafi og við lok rannsóknar til að skoða hvort framfarir kæmu fram á þeim mælitækjum sem notuð eru til að meta lesfimi nemenda í íslenskum grunnskólum.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna framfarir í lesfimi allra þátttakenda yfir íhlutunartímabilið. Út frá niðurstöðum má álykta að fimiþjálfun sé kennsluaðferð sem hægt væri að nota í paravinnu nemenda á Íslandi þar sem nemendur þjálfa hvern annan til aukinna framfara í lesfimi svo framarlega sem kennarar fá viðeigandi kennslu og þekkingu til að nota aðferðina.

  • Útdráttur er á ensku

    Precision teaching is an evidence-based teaching method in grade schools, that builds on data-based decisions regarding teaching and learning. Applied behavior analysis is the foundation of Precision teaching and the method was developed by Ogden R. Lindsley who was B.F. Skinner´s former student. One of the aims of Precision teaching is for students to reach a mastery level in their current learning target. Mastery level is defined as the rate of response over time. If the rate of response is fast then the mastery level is higher. When students are practicing Precision teaching they collect their own performance data by measuring frequency and time, or rate of answers over time. Students use standard celeration charts to chart the results of the measurements and by doing so they practice self monitoring in their learning process. From the data, the students and their teachers set performance goals they want to reach by a certain date.
    The purpose of the study was to examine whether Precision teaching, carried out with students working in pairs and thus training each other, would influence the reading fluency of four student pairs. All students attended second grade in a school in the metropolitan area of Iceland and the study was conducted from the beginning of February until the first week of May. Multiple baseline across participants was used to evaluate the effects of Precision teaching on their reading fluency. Results from standardized reading tests, that are used in all Icelandic elementary schools, were used as well to measure progress in the participants reading fluency.
    The results showed improvements in reading fluency across all the participant pairs over the course of the study. From the results, it is possible to conclude that Precision teaching is a valuable method in training reading fluency with students in Iceland, where students train each other.

Samþykkt: 
  • 21.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47184


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SigurlaugRunBrynleifsdottir_juni2024.pdf2,1 MBLokaður til...01.06.2026HeildartextiPDF
SRB_yfirlysing_2024-05-21_10-11-08[52].pdf65,48 kBLokaðurYfirlýsingPDF