is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47185

Titill: 
  • Stoðkerfisverkir og þreyta hjá börnum á Íslandi með CP sem eru fær um göngu - Samanburðarrannsókn
  • Titill er á ensku Musculoskeletal pain and fatigue in children in Iceland with CP who are able to walk - Comparative study
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Inngangur: Samkvæmt rannsóknum eru verkir og þreyta algengar seinni tíma afleiðingar hjá börnum með CP, sem hafa víðtæk áhrif á líf þeirra. Markmið þessarar rannsóknar var að meta þreytu, staðsetningu, tíðni og verkjastig, verkjahegðun og áhrif verkja á daglegt líf hjá börnum með CP á Íslandi sem eru fær um göngu og bera niðurstöður saman við ófatlaða jafnaldra.
    Aðferðir: Rannsóknin var megindleg þversniðsrannsókn með viðmiðunarhópi. Þátttakendur voru börn á aldrinum 8-16 ára. Börnin komu í Háskóla Íslands, með foreldrum sínum og svöruðu sérútbúnum spurningalista um staðsetningu og tíðni verkja auk fjögurra spurningalista í stuttum útgáfum mælitækjasafnsins Patient-Reported Outcome Measurement Information System (PROMIS®) um þreytu, magn verkja, verkjahegðun og áhrif verkja á daglegar athafnir og líðan síðastliðna sjö daga.
    Niðurstöður: Tuttugu börn með CP með grófhreyfifærni í Gross Motor Function Classification System (GMFCS) flokkum I og II og 32 börn í samanburðarhópi tóku þátt í rannsókninni. Hóparnir tveir voru sambærilegir hvað varðar aldur, kyn, þyngd, hæð og líkamsþyngdarstuðul. Staðsetning og tíðni verkja var svipuð á milli hópa. Mann-Whitney U próf sýndi að ekki var tölfræðilega marktækur munur á milli hópanna tveggja hvað varðar þreytu (p=.506), magn verkja (p=.723), verkjahegðun (p=1.000) né áhrif verkja á daglegt líf og líðan (p=.073). Þrátt fyrir að munur milli hópanna var ekki marktækur kom svörun barnanna með CP almennt verr út.
    Ályktanir: Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að börn og ungmenni með CP sem geta gengið fái ekki marktækt meiri verki né meiri þreytu en ófatlaðir jafnaldrar. Ennfremur hafa verkir ekki meiri áhrif á daglegar athafnir og líðan og verkjahegðun hjá börnum með CP miðað við jafnaldra. Það er ljóst að þörf er á frekari rannsóknum með stærra úrtaki til að staðfesta þessar niðurstöður.

Styrktaraðili: 
  • CP félag Íslands
Samþykkt: 
  • 21.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47185


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
CP_verkir og þreyta_Alfhildur.pdf5,27 MBLokaður til...01.05.2027HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing.pdf614,58 kBLokaðurYfirlýsingPDF