Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4719
Greinargerð þessi er unnin með lokaverkefni til B.Ed.-prófs við Menntavísindasvið, Kennaradeild Háskóla Íslands á haustönn 2009. Viðfangsefni lokaverkefnis er íslenska lopapeysan og saga prjónsins á Íslandi er samofin sögu Íslands frá fornu til nútímans. Sýnt er fram á hvernig hægt er að nota Lopapeysuna við kennslu í textílmennt í íslenskum grunnskólum.
Í upphafi Aðalnámskrá grunnskóla skoðuð og tengd við kennslu á Lopapeysu í gengum lokamarkmið, áfangamarkmið og þrepamarkmið. Í þeim kafla er einnig hugað að námsmati og mikilvægi þess í kennslu. Því næst eru teknar fyrir kennsluaðferðir og kenningar. Stuðst var við bókina Litróf kennsluaðferðanna eftir Ingvar Sigurgeirsson sem gefur góða hugmynd um hver fjölhæfur kennari þarf að vera. Einnig er farið í námsmannakenningar Deweys (lerning by doing), Vygotksys (þroskasvæði) og Gardners (fjölgreindarkenningin) sem allir sýna fram á hve mikilvægt er að kennari styðji nemandann. Kenningar þeirra fjalla um að nemandi byggir ofan á fyrri reynslu með stuðningi frá umhverfi sínu og samfélagi, þannig tengi þeir sinn reynsluheim inn í skólasamfélagið og kennslu þar sem kennari er í hlutverki leiðbeinanda. Að lokum er sýnt fram hvernig námefnið Lopapeysan tengist kennsluaðferðum og kenningum Deweys, Vygotskys og Garnders.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
in_fixed.pdf | 324,73 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
pd_fixed.pdf | 969,14 kB | Opinn | kennsluverkefni | Skoða/Opna |