is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47203

Titill: 
  • Samanburður á framkvæmd tölvusneiðrannsókna eftir fjöláverka hjá tveimur sjúkrastofnunum: Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri
Námsstig: 
  • Diplóma meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Inngangur: Tölvusneiðrannsóknir hafa í gegnum tíðina verið mikilvægt tól við sjúkdómagreiningar og eru taldar kjör rannsóknir til að meta alvarleika áverka í kjölfar háorkuslysa. Hefðbundinn fjöláverka myndgreiningar-prótókoll samanstendur af myndatöku af höfði og hálshrygg án skuggaefnis og brjóst- og kviðarholi með skuggaefni. Útfærslur á þessum myndatökum geta verið ólíkar á milli stofnana með tilliti til fjölda fasa, skannlengdar, skuggaefnismagns og fleira.
    Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að gera samanburð á fjöláverka-prótókollum sem eru í notkun á Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þeir þættir sem voru til samanburðar voru geislaskammtar, skannlengd, skuggaefnismagn og HU-gildi í ósæð og portæð.
    Efni og aðferðir: Gögnum um sneiðgeislun (CTDIvol), lengdargeislun (DLP), skannlengd og HU-gildi í ósæð og portæð úr 50 fjöláverka rannsóknum frá Landspítalanum og 50 rannsóknum frá Sjúkrahúsinu á Akureyri var safnað með afturvirkum hætti úr Carestream Client á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. Greinarmunur var einnig gerður á stöðu handleggja í brjóst- og kviðarhols myndatökunum og geislaskammtur borinn saman á milli stofnananna. Notuð voru viðeigandi tölfræði próf, F-próf og t-próf, til þess að kanna hvort um marktækan mun væri að ræða á milli samanburðarþátta.
    Niðurstöður: T-próf (p>0,001) sýndi fram á marktækan mun á mælingum á skannlengd milli stofnananna. Marktækur munur (p<0,001) var á meðaltali CTDI mælinga á milli stofnanna fyrir höfuð, hálshrygg og brjóst- og kviðarhol, hvort sem handleggir voru hafðir niður með síðum eða fyrir ofan höfuð. Marktækur munur (p<0,01) var á DLP af höfði, hálshrygg og fyrir heildar DLP mælingar. Það var ekki marktækur munur (p>0,05) á DLP af brjóst- og kviðarholi á milli stofnanna, óháð stöðu handleggja. Fyrir mælingar á HU-gildi í ósæð mældist marktækur munur (p<0,001) og í portæðinni var einnig marktækur munur á t-prófi (p<0,05).
    Umræður og ályktun: Skannlengd og geislaskammtar voru lægri á Sjúkrahúsinu á Akureyri þar sem tvískipt skuggaefnisgjöf er notuð jafnvel þó að CTDIVOL sé hærra, sem bendir til þess að það væri hægt að minnka geislaskammt en frekar. Landspítalinn notar meira skuggaefnismagn og skuggaefnisþéttni var töluvert meiri þar, bæði í ósæð og portæð. Út frá niðurstöðum rannsóknarinnar er hægt að draga þá ályktun að mögulega sé hægt að minnka geislaskammta á báðum stofnunum. Prótókoll með tvískiptri skuggaefnisgjöf gefur möguleika á að lækka geislaskammta vegna styttri skannlengda, en þörf er á meira skuggaefnismagni á Sjúkrahúsinu á Akureyri ef skuggaefnisþéttni á að vera sambærileg við Landspítalann.

Samþykkt: 
  • 21.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47203


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
diplóma ritgerð - Skemman.pdf1.92 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing-skil í Skemmu.pdf355.62 kBLokaðurYfirlýsingPDF