Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47208
Sílikonhulsan Iceross® frá Össur er notuð til þess að vernda stúfinn fyrir húðertingu og þrýstingssárum. Við flutning og geymslu er hulsunni pakkað í þrjú lög af plasti til þess að vernda hana frá skemmdum. Plastið sem er notað heitir Pólýetýlen Tereftalat (PET) sem er hvorki lífbrjótanlegt né endurnýjanlegt og losar mikið magn gróðurhúsalofttegunda. Til að bera kennsl á sjálfbæran og skilvirkan umbúðavalkost í staðinn fyrir PET til að vernda sílikonhulsuna voru sjö efni skoðuð. Fyrir hvert þessara efna voru sex þættir skoðaðir, þeir eru glerumbreytingarhitastig, togþol, kostnaður, lífbrjótanleiki, niðurbrotstími og kolefnisútblástur. Efnin sem voru skoðuð og borin saman við PET sýndu mismunandi kosti og galla. Flest efnin voru lífbrjótanleg og með viðeigandi niðurbrotstíma en voru hinsvegar öll dýrari en PET. Sum efnanna eru enn á þróunarstigi og þarfnast frekari rannsókna áður en ákvarðað er hvort að þau séu hentug. Efnin sem líklegast eru góðir staðgenglar fyrir PET eru pappír og sykurreyr trefjar. Þau eru bæði lífbrjótanleg og innihalda góða eiginleika ásamt því að losa lítið magn kolefnis, hins vegar hafa þessi efni takmarkanir þegar kemur að því að vernda hulsuna. Áframhaldandi rannsóknir og nýsköpun eru mikilvæg til þess að þróa sjálfbærar umbúðalausnir sem uppfylla ákveðin skilyrði án þess að skerða frammistöðu. Með því að forgangsraða sjálfbæru umbúðavali getur Össur dregið úr umhverfisáhrifum sínum og stuðlað að grænni framtíð stoðtækjaiðnaðarins.
Össur’s Iceross® prosthetic liner is used to protect the residual limb from skin irritation and pressure sores. During transportation and storage, it’s wrapped in three layers of plastic, in order to protect it from damage. The plastic that is used now is Polyethylene Terephthalate
(PET) which is not biodegradable or renewable and releases large amounts of greenhouse gases. To identify a sustainable and efficient packaging alternatives to PET for protecting the Iceross® liner, seven materials were studied. For each of these materials, six factors were studied, encompassing aspects such as glass transition temperature, tensile strength, price, biodegradability, degradation time and carbon emissions. The materials that were examined and compared to PET exhibited different advantages and disadvantages. While most of the materials were biodegradable and with suitable degradation times, all of them are more expensive than PET. Some of the materials are still in development stages and need more research before determining if they are suitable. The materials that are most likely to be suitable alternative for PET are paper and sugarcane fiber. They are both biodegradable and have good characteristics and are carbon emission friendly. However, they do have their limitation when it comes to protecting the liner. Continuing research and innovation are crucial for developing sustainable packaging solutions that meet specific criteria without
compromising on performance. By prioritizing sustainability in packaging choices, Össur can reduce its environmental impact and contribute to a greener future for the prosthetics industry
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
bsverkefnilokaskjal_ dadey_sandra.pdf | 234.51 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing.pdf | 404.69 kB | Lokaður | Yfirlýsing |