is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47212

Titill: 
  • Staðsetning myndnema í hitakassa: Dregur það úr myndgæðum á röntgenmyndum að nota skúffu fyrir myndnema? Myndgreining á vökudeild Barnaspítala Hringsins
Námsstig: 
  • Diplóma meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Inngangur: Myndgreining á ungbarnadeildum fyrir ný-,og fyrirbura líkt og Vökudeild Barnaspítala Hringsins getur verið vandasöm þar sem sjúklingarnir eru viðkvæmir, meðhöndlun barnanna getur haft áhrif á öndun, súrefnismettun, hægslætti og aukið smithættu. Nýlegir hitakassar eru margir með innbyggða skúffu fyrir myndnema til að draga úr meðhöndlun sjúkling. Talið er að búnaður í hitakassa geti haft áhrif á myndgæði mynda sem tekin er með myndnema í skúffu. Einnig er það talið hækka geislaskammta.
    Markmið : Bera saman röntgenrannsóknir sem gerðar voru á Vökudeild Barnaspítala Hringsins þegar annarsvegar notast var við innbyggða skúffu fyrir myndnema á hitakössum og þegar myndnemi var staðsettur beint undir sjúklingnum. Stefnt er á að skoða hvort hægt sé að nýta innbyggðar skúffur til að lágmarka meðhöndlun sjúklinga svo hitastig innan hitakassans og umhverfi sjúklingsins raskist sem minnst, án þess að skerða myndgæði mynda.
    - Dregur það úr myndgæðum röntgenmynda þegar notaðar eru innbyggðar skúffur í
    hitakössum.
    Efni og aðferðir: Myndum sem teknar voru í hitakassa á Vökudeild Barnaspítala Hringsins voru safnað saman á 5 mánaða tímabili. Fjórir röntgenlæknar á Landspítalanum gáfu blint mat á myndgæðum með stigagjöf. Stigum var safnað saman og framkvæmd tölfræðipróf.
    Tvíhliða T-próf voru framkvæmd til að meta mun tveggja meðaltala;
    - Stigafjöldi borin saman við notkun myndnema í skúffu og með myndnema beint undir sjúkling.
    - Borið saman svör lækna úr mismunandi liðum spurningalista, með myndnema í skúffu og með myndnema beint undir sjúkling.
    - DAP gildi borin saman við þegar myndnemi var í skúffu og með myndnema beint undir sjúkling.
    Vísindalegt gildi rannsóknar: Ef myndgæði mynda sem teknar eru í skúffu voru álíka góðar og myndirnar sem teknar voru með myndnema beint undir sjúkling þá væri hægt að nota skúffurnar í myndgreiningu með góðri samvisku. Með því að nota skúffur væri hægt að koma í veg fyrir óþarfa meðhöndlun sjúklings og þannig minnka áhættu á smitum og á sama tíma minnka álag á sjúkling.
    Niðurstöður: Marktækur munur er á stigafjölda mynda með myndnema í skúffu og með myndnema beint undir sjúkling P(0,001). Marktækur munur var í öllum liðum spurningalistans;
    1. Skýr og skörp mynd (P=0,001)
    2. Birtuskil og þéttleiki (P=0.012)
    3. Staðsetning (P=0,033)
    4. Myndgallar (P=0,001)
    5. Tökugildi (P=0,002
    6. Eigið mat læknis(P=0,001)
    Ekki er marktækur munur á DAP gildum mynda sem teknar eru með myndnema í skúffu og með myndnema beint undir sjúkling (P=0.088).
    Ályktun: Notkun skúffa hefur áhrif á myndgæði rannsóknar og mikilvægt er að vega og meta ástand sjúklings þegar ákveðið er að nota skúffu eða hvort sjúklingur sé í nógu góðu ástandi til að vera meðhöndlaður.

Samþykkt: 
  • 21.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47212


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Staðsetning myndnema í hitakassa - Skemma.pdf2.13 MBLokaður til...15.06.2025HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing 2.pdf218.26 kBLokaðurYfirlýsingPDF