Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47216
Strendur eru áhugaverð náttúrufyrirbæri. Breytingar á strandlínum, eða strandlínubreytingar eins og við köllum þær, eru knúnar áfram af ýmsum ferlum, bæði náttúrulegum og mannlegum. Strandsvæðin eru mikilvægur hluti af íslenskri náttúru, menningu og öryggi sjófarenda og er því mikilvægt að vakta breytingar að þessu tagi. Markmið ritgerðar er að kortleggja þróun strandlínu Sauðárkróks yfir 101 ára tímabil, frá árinu 1920 sem markar útgáfur danskra herforingjaráðskorta, til ársins 2021. Rannsóknarsvæðið afmarkast frá bænum Fagranesi við Reykjaströnd að austari enda Borgarstrandar, sem gerir u.þ.b. 16 km langa strandlínu. Sauðárkrókur liggur í botni fjarðar. Stöðugur framburður inn að Sauðárkróki úr ósum nærliggjandi straumvatna er eitt af sérkennum svæðisins ásamt því að norðanvindar hafa greiðan aðgang að bænum. Þessar aðstæðum gerir roföflum hafsins auðvelt fyrir að leitast upp á land og leiða til landbrots. Umhverfisferlar af þessu tagi hafa heilmikil áhrif á byggð og innviði sem staðsettir er upp við ströndina. Tilgangur ritgerðarinnar er að finna hvar helstu breytingar hafa orðið á strandlínunni með rofi eða uppsöfnun, auk þess hvar ströndin hefur haldist stöðug. Kortagögn sem notuð voru við kortavinnslu fengust frá Landmælingum Íslands og Loftmyndum ehf. Niðurstöður leiddu í ljós að roföfl hafs hafa í gegnum rannsóknartímabilið grafið sig inn í land Reykjastrandar en strandsvæðið hefur smátt og smátt verið að hopa. Uppsöfnun framburðar á sér stað í botni fjarðarins, nánar tiltekið þar sem sandgildrur hafa vandlega verið staðsettar. Sandgildrurnar safna að sér framburði og láta landið ganga fram. Þetta er gert af ásettu ráði til að verja höfnina og þar með auka öryggi sjófarenda. Við Borgarsand eru aðstæður öðruvísi en þar hefur strandlínan tekið litlum sem engum breytingum í gegnum rannsóknartímabilið. Niðurstöður vörpuðu einnig ljósi á mikilvægi þess að velja rétt gögn, vega þau og meta út frá áreiðanleika og nákvæmni mælinga.
Coasts are intriguing natural phenomena. Changes in coastlines, or coastline changes as we call them, are driven by various processes, both natural and human induced. Coastal areas are an important part of Icelandic nature, culture, and maritime safety, making it crucial to monitor such changes. The aim of the thesis is to map the development of the shoreline of Sauðárkrókur over a 101-year period, from 1920, marking the release of Danish military maps, to 2021. The research area is delineated from Fagranes near Reykjaströnd to the eastern end of Borgarströnd, covering approximately 16 km of coastline. Sauðárkrókur is situated at the bottom of a fjord. Continuous sediment input from nearby freshwater streams is one of the characteristics of the area, along with the accessibility of north winds to the shores. These conditions make it easy for coastal erosion forces to seek landward and lead to coastal retreat. Environmental processes of this kind have significant impacts on settlements and infrastructure located along the coast. The purpose of the thesis is to identify the main changes that have occurred on the coastline due to erosion or sediment accumulation, as well as where the coast has remained stable. The mapping data used were obtained from the National Land Survey of Iceland and Loftmyndir ehf. The results revealed that coastal erosion forces have gradually encroached on the land of Reykjaströnd, while the coastal area has gradually receded. Deposition of sediment is taking place at the bottom of the fjord, particularly where sandbars have been deliberately located. These sandbars accumulate sediment and extend the land. This is done intentionally to protect the harbor and thereby enhance maritime safety. The conditions at Borgarsandur are different, as the coastline has undergone little to no changes over the study period. The results also shed light on the importance of selecting the right data, weighing them, and assessing them based on their accuracy and precision of measurements.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Selma Gísladóttir_lokaeintak.pdf.pdf | 5.02 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing.pdf.pdf | 927.29 kB | Lokaður | Yfirlýsing |