Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47227
Til þess að sporna við svarbjaga sökum fallandi svarhlutfalls í Vinnumarkaðsrannsókn (VMR) síðustu ára hefur Hagstofa Íslands tekið brottfallsvogir til notkunar, búnar til með hjálp spálíkans sem notar aðhvarfsgreiningu til að meta svarlíkindi hvers einstaklings í úrtaki. Hagstofan býr yfir miklu magni lýðfræðilegra upplýsinga um íbúa landsins, og er því í einstakri stöðu til að setja saman spálíkan af þessu tagi. Markmið þessa verkefnis var að líta á líkanið sem þegar er í notkun fyrir VMR könnunina, reyna að byggja ofan á líkanið og betrumbæta það. Í lokin enduðum við með aðhvarfsgreiningarlíkan sem nýtir gagnaútþenslu og þrepunarbreytuval, auk þess sem upphafsbreytur líkansins breyttust aðeins frá upprunalegu líkani. Nýja líkanið stendur sig betur en það gamla í að spá rétt fyrir um svarhegðun fólks, þá sérstaklega þegar ójafnvægi finnst í flokkum svarbreytunnar. Mestar framfarir í frammistöðu líkansins urðu við viðbót nýrra breyta sem höfðu mikið vægi við spár, og þar má helst nefna upplýsingar um heildartekjur einstaklinga árið fyrir könnun. Til að rannsaka möguleikann á notkun líkansins á aðrar kannanir innan Hagstofunnar var nýja líkaninu síðan beitt á aðra könnun Hagstofunnar, Könnun um fullorðins fræðslu (AES) ársins 2022. Niðurstöðurnar voru mjög sambærilegar þeim úr VMR gögnunum, sem bendir til þess að hægt sé að nýta þessar aðferðir á aðrar kannanir Hagstofunnar. Sem viðbót var líka litið á það hvort svarhegðun fólks í fyrri könnunum væri hægt að nota til að bæta spár fyrir seinni kannanir. Þetta svarsögulíkan reyndist mjög fært í að spá fyrir um framtíðarsvarhegðun í báðum könnunum, en sérstaklega fyrir VMR könnunina.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| dagur mas final vfinal (alvoru (ALVORU for real nuna)final).pdf | 722,64 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
| Skemman_yfirlysing.pdf | 297,48 kB | Lokaður | Yfirlýsing |