is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47237

Titill: 
  • Covid-19 faraldurinn: Langvarandi einkenni og andleg líðan Íslendinga
  • Titill er á ensku The Covid-19 Pandemic: Long Covid and Mental Health among Icelanders
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Covid-19 faraldurinn hafði mikil áhrif á íslenskt samfélag, meðal annars skólahald, heilbrigðiskerfi, heilsufar og andlega líðan fólks. Meginmarkmið rannsóknar var að kanna tíðni Covid-19 veikinda á tímabilinu 26. febrúar 2020 til 25. febrúar 2022. Gögn byggja á 5000 manna slembiúrtaki dregið úr þjóðskrá en alls svöruðu 2072 könninni, 1066 konur og 1006 karlar. Annað markmið rannsóknar var að kanna tengsl langvarandi einkenna sökum Covid-19 smits við kvíða, depurð og upplifaða streitu árið 2023. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að 1299 einstaklingar eða 65,5% af úrtakinu höfðu smitast af Covid-19 og hafði aldurhópurinn 26-40 ára hæstu smittíðnina. Af þeim sem smituðust voru 327 einstaklingar eða 25,4% sem greindu frá langvarandi einkennum Covid-19 og voru konur í meirihluta þar sem 55,5% greindu frá langvarandi einkennum en 44,5% karla. Aldurshópurinn 56-70 ára greindi helst frá langvarandi einkennum Covid-19. Þeir sem fengu langvarandi einkenni eftir Covid-19 smit voru líklegri til að glíma við kvíða, depurð og streitu í samanburði við þá sem ekki fengu langvarandi einkenni. Konur sem stríddu við langvarandi einkenni voru líklegri til þess að vera með hærri skorun á upplifaðri streitu (PSS) heldur en konur sem fengu ekki langvarandi einkenni, þessi munur fannst ekki á skorun upplifaðar streitu hjá körlum. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að langvarandi einkenni eru algeng á Íslandi, þá sérstaklega meðal kvenna og eldri aldurshópa. Tengsl langvarandi einkenna og andlegrar vanlíðunar voru einnig áberandi, sér í lagi meðal kvenna. Þessar niðurstöður gefa tilefni til frekari rannsókna þar sem mikilvægt er auka þekkingu á Covid-19 og langvarandi einkennum.

Samþykkt: 
  • 22.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47237


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Covid-19_Björt&Tinna.pdf404.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf274.49 kBLokaðurYfirlýsingPDF