Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47242
Eignir sveitarfélaga hér á landi, sem að stórum hluta eru byggingar í þeirra eigu, hlaupa á hundruðum milljarða króna. Sveitarfélögin þurfa að sinna eðlilegu viðhaldi á byggingum sínum til að tryggja viðunnandi ástand og notagildi þeirra. Vanræki sveitarfélag viðhaldskyldur sínar kann það að rýra verðgildi bygginganna. Byggingar sveitarfélaganna hýsa oft lögbundna þjónustu sem sveitarfélögum er skylt að veita og krefst þess að ástand bygginga sé gott. Mikill kostnaðarauki og rask getur verið fólgið í því ef færa þarf þjónustu annað. Ekki liggja fyrir ítarlegar rannsóknir á því hvernig sveitarfélög standa að viðhaldi bygginga sinna. Verkefni þetta er unnið í samstarfi við fimm sveitarfélög. Spurningarlisti var lagður fyrir sveitarfélögin þar sem farið var yfir eignir þeirra, aldursgreiningu bygginga í þeirra eigu, verkferla við undirbúning, greiningu ákvarðanatöku og framkvæmd viðhaldsverkefna. Sveitarfélögin sem áttu í hlut voru Akureyri, Fjarðarbyggð, Grundarfjörður, Mosfellsbær og Reykjanesbær. Í ljós kom þau sveitarfélaganna sem gera áætlun um viðhald bygginga virðast gera ráð fyrir um 2.5% af stofnkostnaði í viðhaldsmál. Þannig er verulegum fjármunum varið til þessa málaflokks og árlegur viðhaldskostnaður þessara sveitarfélaga er líklega um 2.5 milljarður króna. Aðferðafræði sveitarfélagana hvað varðar viðhaldsmál var í sumum tilvikum frekar óformleg og í sumum tilvikum voru ekki formlegir verkferlar til staðar. Með betri verkferlum ásamt betra yfirliti yfir framkvæmdir viðhaldsverkefna væri trúlega hægt að draga töluvert úr óvissuþáttum sem lúta að viðhaldsverkefnum og þannig áætla betur raunkostnað á viðhaldi bygginganna og koma í veg fyrir óvænta kostnaðarliði á seinni stigum framkvæmda og jafnvel lækka árlegan viðhaldskostnað sveitarfélaganna.
Municipalities in Iceland own public buildings for billions of Icelandic kronas. Municipalities need to carry out regular maintenance for significant amounts of money on their buildings to ensure their conditions meet the requirements of the users and the municipalities, as well as legal obligations. Neglection of maintenance or poorly maintained buildings can decrease the value of buildings. Municipal buildings often carry out essential services that municipalities are obligated to provide which requires the buildings to be in good condition. Relocating services and staff due to minimal or no maintenance in buildings can cost a significant amount of money. There are few studies on how municipalities carry out maintenance on their buildings and if all municipalities are doing it in a coordinated way. In this thesis there were five municipalities that partook in the research, that were: Akureyri, Fjarðabyggð, Grundarfjörður, Mosfellsbær and Reykjanesbær. A list of questions was submitted to the municipalities. This thesis is aimed to examine how maintenance is carried out and managed by the municipalities. The project examines the status of maintenance, how the methodology is applied and suggestions for improvements. The thesis addresses the costs of building maintenance, discussing what influences maintenance costs, including building materials, local conditions, building usage, past maintenance history among other factors. The results demonstrate that municipalities that make plans for building maintenance seem to assume about 2.5% of the initial cost of buildings for maintenance. Thus, significant funds are spent on this issue, and the annual maintenance cost of the municipalities are around 2.5 billion Icelandic kronas. By using more efficient processes and having an overview of the execution of maintenance projects, it is possible to reduce the cost significantly.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Staða og fyrirkomulag viðhaldsmála á opinberum byggingum hjá fimm sveitarfélögum.pdf | 3,28 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
YFIRLYSING-UNDIRRITUÐ.pdf | 158,36 kB | Lokaður | Yfirlýsing |