is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47243

Titill: 
  • Námsval nemenda í menntaskólastærðfræði með tilliti til kyns og kerfisbreytinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Námsval nemenda í stærðfræðiáföngum í Menntaskólanum við Hamrahlíð var rannsakað með tölfræðilegum aðferðum, með tilliti til kyns og annarra breyta, fyrir nemendur sem innrituðust á haustönn 2014, 2015, 2016 og 2018. Sambærileg rannsókn var framkvæmd árið 2009 fyrir nemendur sem innrituðust 2004 og 2005. Síðan þá hafa verið gerðar ýmsar veigamiklar breytingar á menntaskólakerfinu sem geta haft ólík áhrif á námsval. Tvíkosta aðhvarfsgreiningu var beitt sem og samanburði á einkunnum. Í ljós kom að kyn hafði marktækt samband við val á áfanga, þar sem stúlkur eru ólíklegri til að velja stærðfræðiáfanga á efri hæfniþrepum. Þessar niðurstöður eru svipaðar niðurstöðum fyrri rannsóknarinnar. Helsta breytingin frá fyrri rannsókn er sú að lágar einkunnir úr fyrri áföngum aftra stúlkum síður í vali á áföngum á efsta hæfniþrepi. Hlutfall stúlkna sem innritast í verkfræði- og raungreinar í háskóla hefur þó lítið breyst frá aldamótum og til dagsins í dag.

Samþykkt: 
  • 22.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47243


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_stærðfræði_kyn_kerfisbreytingar.pdf899.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf108.57 kBLokaðurYfirlýsingPDF