Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47245
Við sem störfum á vettvangi frítímans upplifum oft að börn á frístundaheimilum kvarta hástöfum vegna útiveru í byrjun starfsdags: „Mér leiðist úti, það er ekkert að gera, má ég koma inn?“ Mikilvægt er að við sem fagfólk á vettvangi frítímans séum hvetjandi fyrirmyndir í útiveru því hluti af þroska barna er að gera eins og þau sem þau líta upp til. Útinám býður upp á margt eins og sýnt verður fram á þessu verkefni, en verkefnið er tvískipt: Fræðileg greinargerð og Bakpoki með leiðarvísi. Bakpokinn hefur slagorðið Öll út! og er sniðinn að starfi frístundaheimila þótt hann nýtist í öllu starfi með yngri börnum. Markmið Bakpokans er að kynna fyrir fagfólki hagnýt staðartengd verkefni sem hvetja börn til útiveru og leiks. Verkefnin nýta möguleika grænna svæða í nærumhverfi frístundaheimila og skóla með fjölbreyttum hætti. Í greinargerð verkefnis verður fjallað um þann fræðilega bakgrunn sem leiðarvísirinn og Bakpokinn byggist á, þar á meðal skilgreiningar á hugtökum. Leiðarvísirinn lýsir innihaldi og útbúnaði Bakpokans. Bakpokinn er mikilvægt framlag til að stuðla meiri útiveru yngri barna á Íslandi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skemman-yfirlýsing.pdf | 421,26 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
lokaskil á lokaritgerð.pdf | 1,28 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |