is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47250

Titill: 
  • „Á Ísland bara að verða kolefnisklósett Evrópu?“ Viðhorf til loftslagsbreytinga og tæknilegra lausna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Loftslagsbreytingar eru eitt stærsta vandamál sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag. Ýmsar aðgerðir hafa verið settar af stað til þess að takast á við þetta vandamál þar á meðal þróun á tæknilegum lausnum sem fanga og/eða binda kolefni. Hér á landi hefur tæknin Carbfix eða gas í grjót sem bindur koldíoxíð í basaltjarðlög verið þróuð og nýtt með góðum árangri. Í þessari rannsókn var viðhorf almennings til þessara lausna skoðað. Niðurstöðurnar byggja á spurningakönnun sem lögð var fyrir gesti jarðhitsýningarinnar á Hellisheiði. 96 manns tóku þátt í rannsókninni og leiddu niðurstöðurnar í ljós að kyn og þjóðerni voru áhrifamestu lýðfræðilegu breyturnar þegar kom að viðhorfum fólks til tæknilegra lausna svo sem Carbfix.

Samþykkt: 
  • 23.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47250


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð skemmu eintak PDF.pdf440.86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf733.12 kBLokaðurYfirlýsingPDF