is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47257

Titill: 
  • Þátttaka í peningaspilum og algengi spilavanda meðal 65 ára og eldri Íslendinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Spilavandi og þátttaka í peningaspilum er mikilvægt lýðheilsuvandamál á heimsvísu og er því þörf á að fylgjast með þróun þess og algengi meðal almennings. Í gegnum tíðina hefur eldra fólk fengið litla athygli í rannsóknum á peningaspilum og hérlendis er lítið vitað um umfang vandans hjá þessum aldurshóp. Í nýjustu rannsókn Daníels Þórs Ólasonar var gögnum safnað meðal eldri Íslendinga á aldrinum 65 til 94 ára og er í þessari ritgerð gerð grein fyrir meginniðurstöðum um þátttöku í peningaspilum og algengi spilavanda meðal eldri Íslendinga. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 605 talsins og var meðalaldur þeirra um 74 ár. Heildarþátttaka eldra fólks í peningaspilum var könnuð og í ljós kom að 68,9% þátttakenda höfðu spilað að minnsta kosti einu sinni á síðustu 12 mánuðum fyrir könnun. Karlar voru líklegri til að taka þátt í peningaspilum en konur og var heildarþátttaka 65 til 75 ára meiri en hjá 76 til 94 ára. Lottó var langvinsælasta peningaspilið meðal eldri Íslendinga og flestir þátttakendur töldu sig hvorki hafa hagnast né tapað á þátttöku sinni í peningaspilum. Einnig virtust eldri Íslendingar helst taka þátt í peningaspilum til að styðja gott málefni. Um 67% þátttakenda spilaði peningaspil án vandkvæða, þá voru 1,3% í lítilli hættu á vanda og 0,3% í nokkurri hættu á vanda vegna þátttöku í peningaspilum. Enginn uppfyllti greiningarskilmerki fyrir líklega spilafíkn. Af þessum niðurstöðum má því álykta að meirihluti eldri Íslendinga taki þátt í einhvers konar peningaspili en að flestir spili án vandkvæða.

Samþykkt: 
  • 23.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47257


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þátttaka í peningaspilum og algengi spilavanda meðal 65 ára og eldri Íslendinga.pdf620 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf9,37 MBLokaðurYfirlýsingPDF