is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47278

Titill: 
  • Hvers vegna tekur fólk þátt í ungliðastarfi stjórnmálaflokka?: Þverpólitísk athugun
  • Titill er á ensku Why Do People Engage in Youth Politics?: A Cross-Political Approach
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Stjórnmálaþátttaka fer dvínandi á Íslandi líkt og víða um heim. Á það sérstaklega við um ungmenni og því brýn þörf á aukinni þekkingu á ástæðum ungmenna fyrir þátttöku. Tilgangur þessarar rannsóknar er að athuga ástæður ungmenna fyrir þátttöku í ungliðahreyfingum stjórnmálaflokka. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á þrjá meginflokka ástæðna fyrir þátttöku; félagslegar, hugmyndafræðilegar og starfstengdar ástæður. Jafnframt hafa rannsóknir sýnt fram á að ungmenni sem eru virk í stjórnmálum eru líklegri til þess að eiga foreldri sem er virkt í stjórnmálum. Settar voru fram tilgátur um að félagslegar, hugmyndafræðilegar og starfstengdar ástæður spái fyrir um þátttöku fólks í ungliðahreyfingum íslenskra stjórnmálaflokka og að stór hluti þátttakenda eiga foreldri sem er eða hefur verið virkt í stjórnmálum en eru ekki líkleg til þess að greina frá því sem ástæðu fyrir eigin þátttöku. Sendur var spurningalisti sem metur félagslegar, hugmyndafræðilegar og starfstengdar ástæður fyrir þátttöku ásamt fyrri tengslum innan stjórnmálaflokka á stjórnir allra ungliðahreyfinga stjórnmálaflokka og 29 gild svör bárust. Niðurstöður sýna að allir þrír flokkar ástæðna hafa forspárgildi um þátttöku. Rúmlega helmingur eða 55,2% svarenda áttu foreldri sem hafði verið virkt í stjórnmálum en að mati svarenda hafði það ekki teljandi áhrif á það að greina frá hvatningu frá foreldri sem mikilvægri ástæðu til þátttöku. Ekki var skýrt hvort félagslegar eða hugmyndafræðilegar ástæður höfðu mest áhrif á þátttöku en starfstengdar ástæður höfðu minnst áhrif.

  • Útdráttur er á ensku

    Political participation is declining in Iceland, as it is all over the world. This trend is especially true for young people, and therefore there is an urgent need for increased knowledge of what motivates youth to participate. The purpose of this study is to examine the motivations behind participating in the youth wing of Icelandic political parties. Previous studies have identified three main categories of motivations for participation: social, ideological, and professional. Furthermore, studies have shown that young people who are active in politics are more likely to have a parent who is active in politics. The hypotheses put forth were that social, ideological, and professional motivations predict participation in the youth wing of political parties in Iceland, and that a large proportion of participants have a parent who is or has been active in politics. However, participants are not likely to report this as a reason for their own participation. A questionnaire was sent to the boards of all the youth wings of Icelandic political parties, and 29 valid responses were received. The results show that all three categories of motivations predict participation. Over half (55,2%) of the respondents had a parent who had been active in politics, but according to the respondents, it did not significantly affect their motivation to participate. It was unclear whether social or ideological motivations had the most impact on participation, but professional motivations had the least impact.

Samþykkt: 
  • 23.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47278


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvers vegna tekur fólk þátt í ungliðastarfi stjórnmálaflokka_ - Þverpólitísk nálgun.pdf1.67 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf245.15 kBLokaðurYfirlýsingPDF