is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/473

Titill: 
 • Hvernig er best að stofna íslenskt sjávarútvegsfyrirtæki í Mexíkó?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Sem höfundur hef ég komist að því í rannsóknum mínum á stofnun Íslensks sjávarútvegsfyrirtækis í Mexíkó er að það er mjög flókið ferli. Það sem helst gerir það flókið eru þær reglur sem gilda varðandi atvinnurekstur. Mikið þarf af leyfum og þegar búið er að sækja um eitt leyfi þá fyrst átta menn sig á að þörf er á fleirum. Þær reglur sem fyrir eru þykja ekki nógu skýrar. Þær heimildir sem ég hef stuðst við, mæla allar með ráðningu fagaðila við uppsetningu og stofnun fyrirtækis í Mexíkó. Einnig hafa þeir aðilar sem ég hef rætt við sagt, að hægt hefði verið að spara talsverðar fjárhæðir með betri skipulagningu.
  Árangur Íslendinga sem hafa staðið í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja í Mexíkó hefur því miður ekki verið nógu góður hingað til. Samt sem áður hafa þeir öðlast mikla reynslu og þekkingu á þessum vettvangi sem hægt er að byggja á í framtíðinni. Einnig geta aðrir sem hyggjast feta þennan veg lært af reynslu þeirra sem þegar hafa staðið í þessu.
  Helstu tækifærin sem eru í Mexíkó eru lítill launakostnaður og nálægð við Bandaríkin og Kanada sem eru gríðarlega stór markaðssvæði.
  Það sem Íslendingar geta helst nýtt sér eftir NAFTA er að nú eru Mexíkó, Bandaríkin og Kanada eitt markaðssvæði og ekki þarfa að greiða tolla af vörum sem fluttar eru á milli þessara landa að því gefnu að varan sé upprunin innan NAFTA.
  Lykilorð: Mexíkó, Fyrirtæki, NAFTA, Fríverslunarsamningar, Maquiladora.

Samþykkt: 
 • 1.1.2005
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/473


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
mexico.pdf336.45 kBOpinnHvernig er best að stofna íslenskt sjávarútvegsfyrirtæki í Mexíkó? - heildPDFSkoða/Opna