Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47322
Ritgerð þessi fjallar um nám ungra barna í leikskóla og hvernig kennarar geta dregið áhugann og námið fram hjá þessum aldurshóp. Yngstu börnin hafa fjölbreyttan tjáningarmáta og geta kennarar notað mismunandi leiðir til að koma auga á það sem vekur áhuga barna. Í könnunaraðferðinni er skoðað hvaða viðfangsefni kveikir forvitni og áhuga hjá börnum. Viðfangsefnið er rannsakað og vinna börn og kennarar saman í gegnum þrjú stig könnunaraðferðarinnar. Aðferðin leggur áherslu á samvinnu og börn sem virka þátttakendur. Í upphafi ritgerðarinnar er varpað ljósi á aðalnámskrá leikskóla, samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, hugmyndafræði Reggio Emilia og kenningu Vygotsky um félagslega hugsmíðahyggju. Því næst má lesa um nám ungra barna og þroska sem á sér stað hjá börnum á tveggja til þriggja ára aldri. Gerð er grein fyrir könnunaraðferðinni og er þremur stigum hennar lýst, farið er í gegnum hvert stig og tekin dæmi úr leikskólastarfinu til að útskýra ferlið sem kennarar og börn fara í gegnum. Að lokum er fjallað um það helsta sem kom fram í ritgerðinni og leitast við að svara rannsóknarspurningunni: Hvernig geta kennarar unnið með áhuga yngstu barnanna í leikskóla og dregið nám þeirra fram með könnunaraðferðinni?
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Að nálgast hugmyndaheim barna.pdf | 1.21 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing Kim.pdf | 137.24 kB | Lokaður | Yfirlýsing |