Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47323
Í þessari heimildaritgerð verður fjallað um mikilvægi tengslamyndunar eins árs gamalla barna og athuga hvaða áhrif leikskólaganga getur haft á innra vinnulíkan þeirra. Innra vinnulíkan er hugtak úr tengslakenningu John Bowlby sem vísar til þess hvernig manneskjan skynjar heiminn, umhverfið og sjálfa sig. Tengslmyndun barna við umönnunaraðila leggur grunninn að innra vinnulíkani þeirra og hefur áhrif á velferð barna til framtíðar. Í nútímasamfélagi má segja að uppeldi barna sé orðið stofnanavætt en 82% eins árs gamalla barna dvelja í leikskóla í átta klukkustundir eða lengur, fimm daga vikunnar. Langur vistunartíma barna helst í hendur við háa atvinnuþátttöku foreldra en í báðum tilvikum er Ísland yfir meðallagi í Evrópu. Með mikilvægi tengslamyndunar fyrstu árin í lífi barna í huga er ljóst að starfsfólk leikskóla þurfi að vera í stakk búið til að sinna þörfum eins árs gamalla barna. Aftur á móti er það ekki raunin. Í ljós kom að lágt hlutfall leikskólakennara, mannekla, mikil starfsmannavelta og of lítið rými fyrir börn og starfsfólk hefur áhrif á fagmennsku og gæði leikskólans. Miðað við núverandi stöðu leikskóla getur leikskólaganga haft neikvæð áhrif á tengslamyndun barna við umönnunaraðila og þróun innra vinnulíkans þeirra.
Lykilorð: Tengslamyndun, innra vinnulíkan, frumbernska, leikskóli, börn, foreldrar
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing - Halldóra Sólveig.pdf | 133,3 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Mikilvægi tengslamyndunar í leikskóla- Framtíð ungbarna er í húfi.pdf | 375,01 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |