Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47324
Skógar þekja nú um 2% af öllu landinu, þ.e.a.s. samanlagt hlutfall allra ræktaðra skóga, birkikjarrs og náttúrulegra birkiskóga. Ræktað skóglendi er um 0,5% af flatarmáli landsins, eða fjórðungur af öllum skógum. Markmið stjórnvalda er að tífalda hlutfall allra ræktaðra skóga. Sem hluti af þessari áætlun hefur verið samið um ræktun skóga á völdum svæðum, sem hér eftir verða nefnd þinglýstu samningssvæðin. Rannsóknin skoðar þinglýstu samningssvæðin með tilliti til þeirra upprunalegu gróðurlenda sem þessi svæði heyra undir, hún leggur einnig mat á hve heppileg gróðurlendi eru til skógræktar. Sérstaklega er skoðað verkefnið skógrækt á lögbýlum en þar er um að ræða ræktun skóglendis á þinglýstum samningssvæðum um allt land fyrir þá skógarbændur/landeigendur sem vilja bæta og græða landið fyrir komandi kynslóðir og sem hluti af viðbrögðum við loftlagsvá sem og öðrum markmiðum. Yfirvöld vinna að því að móta gæðaviðmið til þess að gera skógræktina hnitmiðaða og árangursríka en einnig til þess að spilla ekki öðrum landgæðum. Gögn um þessi samningssvæði voru fengin frá Skógræktinni og kannað var hlutfall þeirra gróðurlenda sem raunhæf eru að nýta til skógræktar. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að gróðurlendi sem þykja hentug til skógræktar séu m.a. mosaþemba, lyngmói, mólendi, graslendi, lítt gróið land og lúpínubreiður. Þau gróðurlendi sem óhentug eru til skógræktar eru m.a. tún, hálfdeigja og mýri. Niðurstöður sýna einnig að 80% allra þinglýstu samningssvæða eru raunhæfir fyrir skógrækt. Aftur á móti er 87% raunhæft fyrir skógrækt með flatlendis hallaflokkinn tekinn frá. Hlutfallið hentugra samningssvæða hækkar þegar flatlendið er tekið frá.
Forests cover about 2% of the area of Iceland, that includes all cultivated forests, birch scrubs and natural birch forests. Cultivated forest land is about 0,5% of the country‘s area. The government‘s goal is to increase the ratio of cultivated forests up to 5%, or tenfold. As part of this plan, selected areas are agreed upon for cultivation of forests and will be reffered to as the registered contract areas. The registered contract areas are examined with regard to the original vegetation that these areas belong to, it also assesses how suitable the vegetation is for forestry. The project „Skógrækt á lögbýlum“ is studied, which involves the cultivation of woodland in registered contract areas throughout the country for those land owners who want to improve and benefit the land for future generations and as part of response to climate change as well as other goals. The authorities are working to formulate quality standards in order to make forestry concise and effective but also not to spoil other land quality. Data for these registered contract areas was obtained from Forestry Department (Skógræktin), and the proportion of vegetation that could realistically be used for forestry was investigated. The research results show that vegetation that is considered suitable for forestry are; moss heath, dwarf shrub heath, peatland, grassland, sparse vegetation and lupine vegetation. The vegetation that is not suitable are; hayfields, semi-wetland and swamp vegetation. Results also show that 80% are practical for forestry of all registered areas. On the other hand, 87% is practical for forestry when the flatland is excluded. The proportion of suitable registered contract areas increase when the flatland is removed.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS-verkefni; Mótun gæðaviðmiða við val á landi til skógræktar.pdf | 751.9 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing_Belma.pdf | 266.94 kB | Lokaður | Yfirlýsing |