is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47344

Titill: 
  • Fæðuvenjur og áhætta á góðkynja einstofna mótefnahækkun - Lýðgrunnuð skimunarrannsókn á Íslandi
  • Titill er á ensku Dietary habits and the risk of monoclonal gammopathy of undetermined significance - A population-based screening study in Iceland
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Inngangur: Góðkynja einstofna mótefnahækkun (e. monoclonal gammopathy of undetermined significance, MGUS) er einkennalaust forstig mergæxlis (e. Multiple Myeloma, MM) og annarra skyldra eitilfrumusjúkdóma. Lítið er vitað um orsakafræði MGUS og núverandi rannsóknir um mataræði og MGUS eru fáar og afmarkaðar. Blóðskimun til bjargar er fyrsta lýðisgrundaða skimunarrannsókn á MGUS sem inniheldur slembidreifða íhlutun með ólíkum aðferðum eftirfylgdar. Markmið rannsóknar var að skýra tengsl næringar og MGUS ásamt því að kanna hvort að mataræði hafi áhrif á líkur á MGUS.
    Efniviður og aðferðir: Fæðutíðnispurningalisti með 123 spurningum var sendur út á þátttakendur Blóðskimunar. Af 75 422 þátttakendum svöruðu 27 217 á milli janúar og júlí 2023. Af þessum höfðu 1 020 verið greindir með MGUS við skimun (3,75%). Til þess að meta tengsl fæðuvenja og MGUS var notast við tvíkosta lógístíska aðhvarfsgreiningu. Höfuðþáttagreining (e. Principal Component Analysis, PCA) var notuð til þess að greina fæðumynstur í þýðinu. Einnig var neysla á kjöti, fiskafurðum, ávöxtum, grænmeti, mjólkurvörum, heilkornabrauði greind. Tvíkosta aðhvarfsgreining var framkvæmd til þess að kanna líkindi á því að vera með MGUS út frá aðheldni við fæðumynstur. Tvær greiningar voru notaðar til þess að kanna tengsl fæðutegunda við MGUS. Þátttakendum var skipt í þrjá hópa út frá neyslu á fæðutegundum: 0-25. Persentílhóp, 25-75. Persentílhóp, og 75-100. Persentílhóp. Þátttakendum var einnig skipt í “háan og “lágan” neysluhóp á fæðutegundum. Tvíkosta aðhvarfsgreining var notuð til þess að kanna áhrif fæðutegunda á MGUS líkur. Að lokum var framkvæmd greining á tengslum fæðuvenja við undirhópa MGUS. Notast var við tvö líkön, eitt leiðrétt fyrir aldri og kyni, og annað leiðrétt fyrir aldri, kyni, hreyfingu, og menntunarstigi.
    Niðurstöður: Fimm fæðumynstur sem dekkuðu 24,6% af heildar breytileika í fylgnifylki höfuðþáttagreiningarinnar ásamt einu skýru fæðumynstri voru notuð í greiningunum. Þessi fæðumynstur voru kölluð “ávaxta- og grænmetismynstur”, “kjötneyslumynstur”, “sælkeramynstur”, “brauðmetismynstur” og “fiskafurðamynstur”. Nöfn á fæðumynstrum voru ákvörðuð út frá fylgnistuðlum fæðutegunda fyrir hvern höfuðþátt. Engin marktæk tengsl fundust á milli fæðumynstra og líkinda á MGUS.
    Há neysla á kjöti, fiskafurðum, ávöxtum, grænmeti, mjólkurafurðum og heilkornabrauði höfðu ekki áhrif á líkindi á MGUS.
    Há neysla á mjólkurvörum var tengt við aukin líkindi á IgA MGUS. Gagnlíkindahlutfall fyrir hæsta persentílhóp mjólkurvöruneyslu (≥10 skammtar á viku) var 2,00 (95% CI 1,16-3,63, p-gildi 0,017) í líkani leiðrétt fyrir aldri og kyni, og 1,96 (95% CI 1,13-3,55, p-gildi 0,02) í líkani leiðrétt fyrir aldri, kyni, hreyfingu, og menntunarstigi. Lægsti neysluhópur var notaður sem viðmiðunarhópur í öllum greiningum.
    Ályktun: Í þessari stóru lýðgrunduðu skimunarrannsókn sýna gögn frá meira en 27 000 þátttakendum engin marktæk tengsl um áhrif fæðuvenja á MGUS líkur. Hins vegar sáust marktæk tengsl á milli hárrar neyslu á mjólkurvörum og auknum líkindum á IgA MGUS. Þessar niðurstöður benda til þess að mjólkurvöruneysla gæti haft áhrif á orsakamyndun IgA MGUS.

  • Útdráttur er á ensku

    Introduction: Monoclonal gammopathy of undetermined significance (MGUS) is an asymptomatic precursor disorder to multiple myeloma (MM) and other related lymphoproliferative diseases. Little is known about the aetiology of MGUS and the literature about the role of diet in MGUS is scarce. The Iceland Screens, Treats, or Prevents Multiple Myeloma (iStopMM) study is the first population-based screening study for MGUS that includes a randomized trial of different follow-up strategies. The aim of this study was to investigate the relationship between diet and MGUS and see whether diet could increase or decrease the risk of MGUS.
    Materials and methods: A 123-item food-frequency questionnaire (FFQ) was sent out to participants from the iStopMM study. Out of 75,422 eligible individuals, 27,217, out of which 1020 had MGUS at screening, answered the FFQ between January and July 2023. To evaluate the association of dietary components with increased or decreased risk of MGUS a logistic regression was performed analysing the odds of having MGUS. A Principal Component Analysis (PCA) was used to obtain dietary patterns. Odds of having MGUS were then assessed by individual adherence to the different dietary patterns.
    Additionally, consumption of meat products, fish products, dairy products, fruits, and vegetables was used to place individuals into three percentile groups: 0-25th percentile, 25-75th percentile, and 75-100th percentile. Furthermore, individuals were placed into “low consumption group” and “high consumption group” based upon consumption of the food products.
    Results: Five dietary patterns were obtained from the PCA covering a total of 24.6% of the total variance in the correlation matrix. These patterns were named “fruit & vegetable pattern”, “red meat pattern”, “sweet tooth pattern”, and “bread pattern”, “fish meal pattern”. The names were based upon food variables with the highest correlation coefficients as well as names that have been used in earlier literature and are composed of similar food variables. None of the identified dietary patterns were associated with having MGUS at screening.
    Consumption of meat, fish, dairy, fruit, vegetable, or wholegrain was not found to be associated with increased or decreased risk of MGUS compared to individuals with no consumption of the same dietary elements.
    High consumption of dairy products was associated with increased odds of IgA MGUS. The odds ratio for the highest percentile group of dairy consumption (>10 servings per week) was 2.00 (95% CI 1.16-3.63, p-value 0.017) in a model adjusted for age and sex, and OR 1.96 (95% CI 1.13-3.55, p-value 0.02) in a model adjusted for age, sex, weekly physical activity, and education level. Lowest consumption group was used as a reference for all analyses.
    Conclusion: In this large population study based on a screened cohort of more than 27,000 individuals we found no association with increased risk of MGUS for consumption of various dietary components or dietary patterns. However, high consumption of dairy products was associated with increased odds of IgA MGUS. These results indicate that dairy consumption might partake in the aetiology of IgA MGUS.

Samþykkt: 
  • 27.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47344


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Diet and MGUS.pdf980.91 kBLokaður til...31.05.2029HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing_SH_diet_MGUS.pdf799.42 kBLokaðurYfirlýsingPDF