Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47348
Orkuskipti vegasamgangna myndu skila samdrætti í losun GHL, en það er hluti af stefnu íslenskra stjórnvalda til að ná árangri í loftlagsmálum. Bílaleigur hérlendis kaupa um 40% af nýskráðum bílum sem koma til landsins ár hvert. Hafa þær því mikið að segja um samsetningu bílaflotans og þar með mikilvægt að þær sjái sér hagkvæmni í því að kaupa hreinorkubíla svo orkuskiptum verði náð. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna stöðu rafbíla hjá bílaleigum á Íslandi og var hún takmörkuð við átaksverkefnið 100% rafbílar til bílaleiga sem stjórnvöld styrktu árið 2023. Framkvæmd rannsóknarinnar var tvíþætt þar sem annars vegar var stefna og fyrri aðgerðir stjórnvalda í orkuskiptum könnuð og hins vegar voru tekin viðtöl við forsvarsmenn sex þeirra bílaleigna sem tóku þátt í átaksverkefninu. Niðurstöður voru að margar bílaleigur voru með offramboð á rafbílum sumarið 2023 vegna þess að eftirspurn var ennþá lítil. Ein ástæða þess var hátt útleiguverð. Aðrar stjórnvaldsbreytingar sem tóku gildi um áramótin 2023/2024 hækkuðu verð á rafbílum hjá bílaleigum. Þessar breytingar og fyrri reynsla bílaleigna af rafbílum hafa þær afleiðingar að þær sjá rafbíla ekki sem hagkvæma fjárfestingu og hafa orkuskipti nánast stöðvast að fullu hjá þeim.
Energy transition in road transport would result in a reduction in GHL emissions and it is part of the Icelandic government's strategy to reduce emissions for climate change mitigation. Car rental companies in Iceland buy about 40% of annual newly registered cars. The cars they import therefore have a big impact on the composition of the overall car fleet. Thus, it is important that they see the benefits of buying clean energy cars so there will be an energy transition in road transport. The aim of this study was to examine if electric cars have gained a foothold at car rentals in Iceland. The study was limited to the initiative 100% electric cars for car rentals that the government supported in 2023. The implementation of the study was two-fold. The policy and previous actions of the government that affect energy transition were investigated. Interviews were conducted with the representatives of six car rentals that participated in the initiative. Results showed that many car rentals had an oversupply of electric cars in the summer of 2023 because demand is still low. One reason was high rental price. Government changes that came into force at the beginning of 2024 increased the price of electric cars even more. These changes and the previous experiences of car rental companies with electric cars have the consequence that they do not see electric cars as a profitable investment and energy transition has almost completely stopped for them.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hafa rafbílar náð fótfestu hjá bílaleigum BS Hildur Bragadóttir.pdf | 1.31 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing_HildurBragadóttir_undirritað.pdf | 202.03 kB | Lokaður | Yfirlýsing |