Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4735
Markmið þessarar rannsóknar var að fá innsýn í reynslu einstaklinga sem horfið hafa frá háskólanámi sem þeir voru vel á veg komnir með að ljúka. Rannsóknin byggir á viðtölum við sjö einstaklinga sem hurfu frá námi við hug- og félagsvísindasvið Háskóla Íslands. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þrátt fyrir að þessir einstaklingar væru ánægðir í námi og næðu ágætum árangri var námsval þeirra fremur lítið ígrundað og þeir höfðu ekki skýr markmið með námi. Þeir áttu erfitt með að skipuleggja tíma sinn og vinnu í tengslum við námið, fannst þeir ekki fá nægilegar leiðbeiningar innan skólans um ferlið við skrif BA-ritgerðar og hafa ekki náð að samræma ritgerðarskrif við starf og aðrar skyldur í einkalífi. Þeir eru ósáttir við að hafa ekki lokið því námi sem að var stefnt og telja sig standa höllum fæti úti á vinnumarkaði án háskólagráðu. Vonast er til að niðurstöðurnar geti nýst sem innlegg í þá stefnu Háskóla Íslands að draga úr brotthvarfi nemenda við skólann. Þær ættu einnig að geta verið gagnlegar fyrir náms- og starfsráðgjafa á háskólastigi sem eru í lykilaðstöðu til þess að vinna gegn brotthvarfi með ýmsum hætti.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MAritg.HVK.pdf | 578,32 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |