is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47351

Titill: 
  • Samþætting Skimunarprófanna HLJÓM-2 og Leið til Læsis: Samanburður á Þáttabyggingu Tveggja Skimunarprófa með Staðfestandi Þáttagreiningu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna þáttabyggingu mælitækjanna HLJÓM-2 og Leið til læsis. Bæði prófin eru skimunarpróf sem meta hvort líkur séu á að nemandi hafi veikleika tengda hljóðkerfisvitund eða málþroska. Skimunarprófin eru annars vegar notuð við lok leikskóla
    (HLJÓM-2) og hins vegar á fyrsta ári grunnskóla (Leið til læsis). Rannsóknin er gerð með það að leiðarljósi að meta hvernig þessi próf virka saman og hvort mögulegt væri að sameina þau í eitt próf.
    Rannsóknin byggðist á gögnum sem safnað var á tímabilinu 2023 til 2024. Nemendur við sálfræðideild Háskóla Íslands lögðu tiltekna prófhluta fyrir börn í 1. bekk grunnskóla og söfnuðu niðurstöðum í samræmi við nákvæmar leiðbeiningar. Gögn voru síðan skráð í Excel og send til Menntamálastofnunar til úrvinnslu. Þessi gagnasöfnun gerði það mögulegt að tengja niðurstöður prófanna saman og meta þáttabyggingu þeirra í sama líkani með hjálp tölfræðiaðferða.
    Meginmarkmið rannsóknarinnar var að bera saman þrjú líkön af þáttabyggingu prófanna tveggja með staðfestandi greiningu. Líkönin þrjú voru útbúin með því að raða prófatriðum beggja prófanna á ólíka þætti eða undirliggjandi breytur. Líkan 1 gerði ráð fyrir að öll prófatriði hlaði á einn og sama þátt, Líkan 2 gerir ráð fyrir að prófatriði hlaði á þætti sem eru skilgreindir af því hvoru prófinu þau tilheyra og líkan 3 geri ráð fyrir að prófatriði hlaði á þátt sem endurspegla hugsmíðarnar hljóðkerfisvitund og málskilning. Líkan 2 hafi betri mátgæði og próffræðilega eiginleika en hin tvö samanburðarlíkönin. Hleðslur í því líkani höfðu hins vegar að meðaltali hærri staðalvillur en hleðslur hinum líkönunum. Niðurstöður úr líkönum 1 og 3 voru hins vegar mjög svipaðar að mörgu leyti, meðal annars fylgni milli undirliggjandi breyta úr þeim og stærð á hleðslum fyrir sömu prófatriði. Niðurstöðurnar voru óljósar og ekki var hægt að staðfesta hvort að staðfestandi þáttalíkanið hafi haft betri mátgæði. Rannsóknin undirstrikar mikilvægi þess að nota fjölþættar aðferðir við skimun og greiningu lestrarerfiðleika hjá börnum og bendir á möguleikana á að sameina þessi próf til að bæta skimunarferlið.

Samþykkt: 
  • 27.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47351


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Lokalokaútgáfa !! skila.pdf1,83 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing fyrir skemmuna.png15,85 MBLokaðurYfirlýsingPNG