Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47358
Í ritgerð þessari er fjallað um úrræði fyrir brotamenn sem glíma við geðrænar áskoranir. Leitast er við að svara þeirri spurningu hvort úrræði fyrir brotamenn sem glíma við geðrænar áskoranir séu í samræmi við lög og alþjóðasamninga. Fjallað er um stefnu í fullnustumálum á Íslandi og þær bornar saman við stefnu Norðurlandanna, svo sem Danmerkur. Betrunarstefnan á Íslandi er skoðuð og þau áhrif sem henni er ætlað að hafa á fullnustukerfið. Litið er til alþjóðasamninga sem hafa að geyma ákvæði um almenn mannréttindi og þá réttindi brotamanna, hvort sem þeir eru sakhæfir eða ósakhæfir samkvæmt almennum hegningarlögum. Fangelsin eru skoðuð og þau úrræði sem í boði eru fyrir þá sem sakhæfir eru og dæmdir til fangelsisrefsingar. Auk þess er vikið stuttlega að þeim úrræðum sem eru til staðar fyrir þá sem teljast ósakhæfir vegna andlegra annmarka en ekki sökum aldurs. Sakhæfishugtakið er skoðað og á hvaða forsendum einstaklingar eru dæmdir ósakhæfir og hverjir það eru sem meta og taka ákvörðun um geðrænt sakhæfi einstaklings. Litið er til þeirra úrræða brotamanna sem glíma við geðrænar áskoranir en eru þó sakhæfir samkvæmt 15. gr. almennra hegningarlaga. Að lokum er vikið að gagnrýni, (e. Optional Protocol on the Convention against Torture) en það er valfrjáls bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum, annarri grimmilegri og ómannúðlegri meðferð á einstaklingum og hefur það hlutverk að hafa eftirlit með aðbúnaði hjá þeim sem frelsissviptir eru. Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að margt megi betur fara er kemur að úrræðum brotamanna sem glíma við geðrænar áskoranir. Ljóst er að eins og staðan er eru skilyrði laga og alþjóðasamninga ekki uppfyllt. Það hefur þó orðið meiri vitundarvakning varðandi málefnið síðustu ár og er verið að taka skref í rétta átt.
This thesis explores the interventions for offenders in the criminal justice system grappling with mental health challenges and seeks to answer the question of whether these interventions align with laws and international agreements. It examines the policy landscape in Iceland, comparing it to Scandinavian countries such as Denmark. Iceland's rehabilitation policy is scrutinised, along with its intended impact on the criminal justice system. It takes into consideration the international agreements containing provisions on human rights, including the rights of offenders, whether competent or incompetent under general criminal laws. Prisons are examined along with the interventions available for competent offenders sentenced to incarceration, as well as a brief look at interventions for individuals deemed incompetent due to mental health issues rather than age-related reasons. Competency assessment is explored, including the criteria for determining incompetency and the individuals responsible for assessing and deciding on an individual's mental competency. The thesis also delves into the interventions available for offenders facing mental health challenges but deemed competent under Iceland’s general criminal laws. Finally, it turns to criticism of the Optional Protocol on the Convention against Torture, a voluntary protocol to the United Nations Convention against Torture, addressing severe and inhumane treatment of individuals, and its role in monitoring facilities housing detainees. The conclusion drawn is that there is much room for improvement regarding interventions for offenders facing mental health challenges, and it is evident that the current state does not meet the requirements of laws and international agreements. However, there has been increased awareness of the issue in recent years, and steps are being taken in the right direction.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Úrræði fyrir brotamenn sem glíma við geðrænar áskoranir.pdf | 783,91 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |