is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47360

Titill: 
  • Geimréttur : álitaefni varðandi töku lands á tunglinu og öðrum himintunglum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um álitaefnin varðandi töku lands á tunglinu og öðrum himintunglum. Skilgreindar hafa verið sex aðferðir sem ríki notast við til þess að auka við sig land í þjóðarétti. Erfitt er fyrir ríki að auka við sig land á jörðinni. En hvernig er taka lands á öðrum himintunglum? Á sviði geimréttar er horft til fimm marghliða samninga sem gerðir hafa verið. Veita þeir innsýn í myndun réttarsviðsins og þau málefni sem höfðu mestan forgang í huga ríkja sem m.a. var að koma í veg fyrir stofnun nýlendna á tunglinu og öðrum himintunglum. Samningarnir taka á mismunandi álitaefnum svo sem björgunarskyldu ríkja, skrásetningar og ábyrgð á búnaði sem er sendur út í geim. Tveir af þeim standa í vegi ríkja þegar kemur að töku lands á öðrum himintunglum. Það eru Almenni geimsamningurinn, sem skilgreinir landsvæði himintungla sem res extra commercium og Tunglsamningurinn, sem skilgreinir það sem res communis. Vankantar samninganna eru að auðvelt er fyrir ríki að segja sig úr þeim og var þátttaka í Tunglsamningnum lítil. Færa má rök fyrir tilvist þjóðréttarvenjum eða meginreglum sem eru efnislega samhljóða ákvæðum þessara tveggja fyrrnefndra samninga. Hins vegar eru skiptar skoðanir fræðimanna á þeim rökum. Skilgreiningar res extra commercium og res communis eru bornar saman en sú fyrrnefnda leggur neikvæða skyldu á ríki sem tekur fyrir að þau auki við landsvæði sitt á skilgreindum svæðum. Res communis tiltekur sambærilega neikvæða skyldu samhliða jákvæðum skyldum til þess að samnýta auðlindir skilgreindra svæða. Fjallað var um Artemis samningin og túlkun hans á res extra commercium en áhrif þessa samnings, hvort sem þau eru jákvæð eða neikvæð, eiga eftir að koma í ljós. Skoðuð var staða og þátttaka Íslands í geimmálum og geimrétti sem er nær engin.

Samþykkt: 
  • 27.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47360


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerðin Lokaskil pdf.pdf912,13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna