is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47367

Titill: 
  • Áhrif löggjafar á forsjárdeilur foreldra og réttarstöðu barna : hvernig má draga úr deilum á milli foreldra?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Langvarandi átök milli foreldra geta verið börnum mjög þungbær og haft skaðlegar afleiðingar á heilsu og þroska þeirra, sérstaklega þegar slík átök eru útkljáð fyrir dómstólum. Í þessari ritgerð verður leitast við að svara spurningunum: Hvernig hefur löggjöfin stuðlað að jafnari stöðu foreldra? og Hvernig má draga úr forsjárdeilum foreldra með breyttri löggjöf?
    Í ritgerð þessari verður það tekið til skoðunar hvernig þjóðfélagsbreytingar og breytt viðhorf höfðu áhrif á löggjöf í málefnum barna og hvernig löggjöf á sviði barna- og fjölskylduréttar fór í auknum mæli að snúast um réttarstöðu barnsins og hagsmuni þess, frekar en rétt foreldra til barnsins. Allt frá fullgildingu barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hér á landi hefur hann haft víðtæk áhrif á íslenska löggjöf hvað varðar réttindi og hagsmuni barna. Þá verður farið sérstaklega yfir það hvernig meginreglur barnasáttmálans hafa verið túlkaðar og lögfestar. Þegar foreldrar deila um forsjá eða umgengni hefur verið lögð áhersla á að foreldrar nái sáttum. Hins vegar er raunin sú að í mörgum tilfellum ná foreldrar ekki sáttum. Þá þurfa stjórnvöld og dómstólar að skera úr þeim ágreiningi og við slíkar ákvarðanir þarf að fara fram mat á því sem barninu er fyrir bestu í samræmi við ákvæði barnasáttmálans. Í barnasáttmálanum er mikilvægi þess undirstrikað að báðir foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á uppeldi barnsins. Þróun barnalaga á undanförnum áratugum hefur hvað mest snúist um það hvaða reglur, um réttarstöðu foreldra sem búa ekki saman, eru líklegastar til að þjóna hagsmunum barnsins. Hagsmunir barnsins liggja í því að báðir foreldrar taki virkan þátt í daglegu lífi þess og umönnun. Þá verða foreldrar að vera færir um að setja til hliðar eigin gremju og leggja áherslu á samstöðu í þágu barnsins. Mikilvægt er að börn fái að taka þátt í að taka ákvarðanir um eigin málefni með því að tjá skoðanir sínar og að tekið sé tillit til skoðana þeirra.

Samþykkt: 
  • 27.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47367


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð lokaskjal.pdf698,9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna