is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47372

Titill: 
  • Yfirtökuskylda : sönnunarkröfur þegar um samkomulag um samstarf samkvæmt 2. mgr. 100. gr laga nr. 108/2007 um yfirtökur er að ræða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Reglur um yfirtökur komu fyrst inn í íslenska löggjöf með gildistöku laga nr. 34/1998 um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða. Fyrir það var ekki ákvæði í íslenskri löggjöf sem kvað á um skyldu hluthafa til þess að gera tilboð í hluti annarra hluthafa viðkomandi félags þegar þeir næðu yfirráðum yfir félagi. Yfirtökuregluverkið þróaðist hratt, allt að gildistöku laga nr. 22/2009 þegar þýðingarmiklar breytingar voru gerðar á reglum um samstarf milli hluthafa. Ritgerð þessi ber titilinn „Yfirtökuskylda: Sönnunarkröfur þegar um samkomulag um samstarf samkvæmt 2. mgr. 100. gr laga nr. 108/2007 um yfirtökur er að ræða.“ Markmið hennar er að varpa ljósi á þær kröfur sem gerðar eru til sönnunar á samkomulagi um samstarf, hvernig þær hafa breyst með ítarlegri löggjöf og hvort mögulega hafi verið gengið of langt í því að bæta sönnunarstöðu eftirlitsaðila. Verður því gerð grein fyrir því við hvaða aðstæður yfirtökuskylda myndast og við hvaða aðstæður aðilar teljast vera í samstarfi um yfirráð í félagi. Niðurstöður ritgerðarinnar eru að tilkoma 5. tl. 3. mgr. 100. sem kom í lög við gildistöku laga nr. 22/2009, hafi haft umtalsverð áhrif á kröfur sem gerðar eru til sönnunar á tilvist samkomulags um samstarf. Í núgildandi rétti þarf lítið að koma til svo að sönnunarbyrði sé varpað yfir á þá aðila sem haldið er fram að séu í samstarfi. Draga má þá ályktun af umfjöllun ritgerðarinnar að sönnunarkröfur í núgildandi rétti séu ekki of strangar með hliðsjón af því grunnmarkmiði reglna um yfirtökuskyldu sem er minnihlutavernd. Þó má fullyrða að löggjafinn hafi gengið býsna langt í því að milda þær kröfur sem gerðar eru til sönnunar á samstarfi.

  • Útdráttur er á ensku

    Rules regarding takeovers and mandatory bids entered Icelandic legislation with Act No. 34/1998. Before that, there were no rules in Icelandic legislation that required any person acquiring control of a company to make a bid for shares of all the other shareholders.
    These rules developed quickly up until Act No. 22/2009 entered into force, where significant changes were made to the rules with respect to cooperation between shareholders. The title of the thesis is "Mandatory bids: Evidentiary requirements in the case of shareholders acting in concert in respect to Act No. 108/2007 on takeovers.“ The objective of the thesis is to shed a light on the requirements for proof of the existence of an agreement on cooperation, how the requirements have changed with more detailed legislation and whether it has possibly gone too far in improving the evidentiary status of supervisory bodies. It will therefore be explained under which circumstances a takeover obligation arises and under which circumstances shareholders are considered to be acting in concert for control of a company. The conclusion of the thesis is that the changes made upon the entry into force of Act No. 22/2009 had a significant impact on the requirements for proof of the existence of shareholders acting in concert. Under current law, not much has to come about in order for the burden of proof to be shifted to the persons who are claimed to be acting in concert. The conclusion can be drawn from the essay that the evidentiary requirements are not too strict, considering the main goal of the rules on mandatory bids, which is minority protection. However, it can be stated that the legislator did go quite far in mitigating the requirements for proof of persons acting in concert.

Samþykkt: 
  • 27.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47372


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ásdís Lóa - Yfirtökuskylda.pdf433,44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna