Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47374
Þessi ritgerð fjallar um manndráp af ásetningi samkvæmt 211. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Viðfangsefni þessarar ritgerðar verður, ásamt því að skoða ákvæði 211. gr. alm. hgl. almennt, að gera grein fyrir þeim ásetningi sem áskilinn er í 211. gr. alm. hgl., og skýra frá því hvernig hann er metinn. Þá verður einnig fjallað um refsimörk ákvæðisins og hvaða atriði kunna að hafa áhrif á refsihæð.
Leitt var í ljós að mismunandi stig ásetnings hafa mismunandi réttaráhrif við ákvörðun refsingar og annarra viðurlaga, eins og réttindasviptingar. Þessi stig eru m.a. tilgangur, óhjákvæmileg afleiðing, líkindaásetningur og dolus eventualis. Niðurstöðurnar benda til þess að nauðsynlegt sé að kanna ásetning geranda til að tryggja sanngjarna og réttláta málsmeðferð.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-lögfræði ritgerð.pdf | 499,46 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |