is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47376

Titill: 
  • Auglýsingar á vændi í ljósi 206. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 : þróun, réttarframkvæmd og auglýsingar á fylgdarsíðum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Efni þessarar ritgerðar snýr að vændi og auglýsingum þess en ljóst er að í nútímasamfélagi er notkun internetsins mikil sem gerir það að verkum að auðveldara er að auglýsa og kaupa vændi.
    Ákvæðið um vændi er að finna í 206. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með lögum nr. 61/2007 var nýrri málsgrein bætt við sem kveður á um að opinber auglýsing á vændi er óheimil og varðar sektum eða fangelsi í allt að sex mánuði. Með breytingarlögum nr. 54/2009 var hin sænska leið lögfest í íslenskan rétt og því er óheimilt að kaupa vændi en hins vegar er löglegt að selja það. Markmið ritgerðarinnar er í fyrsta lagi að rannsaka reynsluna hér á landi á núgildandi 206. gr. hgl. en þá sérstaklega 7. mgr. 206. gr. hgl. sem kveður á um að auglýsing á vændi sé óheimil. Það má segja að nokkurs konar samspil sé á milli 1. Mgr. og 7. mgr. 206. gr. hgl. Það er að segja, ef ákvæði 1. mgr. 206. gr. hgl. um bann við kaupum á vændi hefur þau áhrif sem því er ætlað að hafa í reynd, þá væri eftirspurn eftir vændi minni og þar af leiðandi væru auglýsingar á internetinu færri. Löggjöfinni er ætlað að draga úr og sporna gegn vændi en hér verður skoðað hvort hún hafi þau áhrif. Til eru margar vefsíður sem eru notaðar aðeins í því skyni að auglýsa vændi. Vefsíðan City of Love er afar áberandi hér á landi og verður hún skoðuð hér til hliðsjónar. Með tilliti til þeirrar þróunar sem orðið hefur á vændi á internetinu telur höfundur fernt koma til greina; að herða refsingu vegna kaupa á vændi, að dómstólar nýti refsiramma 1. og 7. mgr. 206. gr. hgl., að herða refsingu vegna auglýsinga á vændi, eða að efla starfssvið lögreglunnar í þessum efnum.

Samþykkt: 
  • 27.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47376


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigrún Erla BA ritgerð lokaskil maí.pdf528.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna