is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47378

Titill: 
  • Hvalveiðar á Íslandi : íslenskt regluverk og alþjóðlegar skuldbindingar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni ritgerðar þessarar verður að rýna í hvalveiðar á Íslandi með tilliti til íslenskt regluverks og alþjóðlegra skuldbindinga. Veiðar á hvölum hafa verið stundaðar frá örófi alda og verða fyrst að atvinnugrein með veiðum Baska við Biscayaflóa á 12. öld. Samband manns og hvals á sér djúpar sögulegar rætur. Ísland stundar í dag hvalveiðar í atvinnuskyni en er bundið af alþjóðlegum skuldbindingum í þjóðarétti í tengslum við Hvalveiðisamninginn frá 1946. Ísland er aðili að þeim samningi frá 2002 með tilteknum fyrirvara sem það gerði við samninginn. Deilt er um hvort lögmæti fyrirvarans sé efnislega heimill að þjóðarétti í tengslum við Vínarsamninginn um milliríkjasamninga. Mikilvægt er að gera greinarmun á annars vegar hvalveiðum í atvinnuskyni og hins vegar hvalveiðum í vísindaskyni og frumbyggjaveiðum, en um þetta fjallar Hvalveiðisamningurinn og fylgiskjalið við hann. Tiltekið fylgiskjal er órjúfanlegur hluti af Hvalveiðisamningnum, sbr. 1. mgr. 1. gr. hans. Um hvali og hvalveiðar að landsrétti gilda lög um hvalveiðar nr. 26/1949 og síðari breytingar þeirra og reglugerðir sem hafa verið settar með stoð í þeim lögum. Til dæmis má nefna nýlega reglugerð nr. 895/2023 um veiðar á langreyðum. Umræða samfélagsins síðastliðin ár hefur verið á þann veg að kallað er eftir skýrari ramma hvað dýravelferð varðar í tengslum við framkvæmd annarra laga t.a.m. ofangreindra laga um hvalveiðar. Mörgum þykir ljóst að samþætta þarf markmið laga um hvalveiðar við dýravelferðarsjónarmið.

  • Útdráttur er á ensku

    The main subject of this thesis will be to examine commercial whale hunting in Iceland with regard to Icelandic regulations and international obligations. Whale hunting has been practiced since early ages and first became commercialized with the fishing of the Basques in the Bay of Biscay in the 12th century. The relationship between man and whale has deep historic and cultural roots. Iceland is currently engaged in commercial whale hunting, but is bound by international obligations in International law in connection with the International Convention for the Regulation of Whaling from 1946. Iceland is a member of the convention from 2002 with a certain addition to their reservation to it. It is disputed whether the legality of the reservation is substantively permissible under International law in relation to the Vienna Convention on the Law of Treaties from 1969. It is important to distinguish between commercial whale hunting on one hand and whaling for scientific purposes and aboriginal whaling on the other, but this is for example what the previously mentioned Convention for the Regulation of Whaling and its specific Schedule deal with. The specific Schedule is an integral part of the Convention, compare to the first paragraph of the first article in it. Whales and whale hunting according to National law, fall under the Act on whaling no. 26/1949 and their subsequent amendments and regulations that have been established based on that law. For example, recent regulation no. 895/2023 on Finn whales. Current public opinion calls for a clearer framework in terms of animal welfare in relation to the implementation of other laws, for example Act on whaling. It is morally important that the goals of the Whaling Act must be integrated with animal welfare considerations.

Samþykkt: 
  • 27.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47378


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA í lögfræði Lokaskil.Hvalveiðar.pdf764,68 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna