Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47397
Með það að markmiði að bæta umferðaröryggi og draga úr slysum er ekki mælt með að keyra undir áhrifum margra lyfja, m.a. hugbreytandi lyfja líkt og róandi lyf og svefnlyf af flokki benzódíazepína og skyldra efna sem draga úr aksturshæfni ökumanna. Við réttarefnamælingar eru miklar kröfur gerðar um nákvæmni mælinga á efnum sem dæmt er eftir. Rannsóknastofur sem sinna slíkum mælingum gilda mæliaðferðir til að sýna fram á að aðferð virki sem skyldi og gefi áreiðanlegar og réttar niðurstöður. Í þessu verkefni var aðferð sem greinir benzódíazepín lyf og skyld efni í blóði og er notuð á Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði (RLE) gilduð. Í aðferðinni eru 15 benzódíazepín lyf og skyld efni sem eru magngreind og 8 umbrotsefni. Gildunarpróf sem voru framkvæmd voru: stöðugleiki, sérhæfni, línuleiki, smit milli innskota, matrixuáhrif og heimtur, áreiðanleiki og nákvæmni, greiningarmörk og magngreiningarmörk, traustleiki og þynningarréttmæti. Óvissa var einnig reiknuð fyrir aðferðina. Gildunin leiddi í ljós að aðferðin reynist sérhæfð fyrir öll efnin, án smita milli innskota og án matrixuáhrifa ásamt mjög góðum heimtum. Staðalkúrfur aðferðarinnar reyndust línulegar þegar 1/x vigtunarstuðull var notaður og sameiginleg greiningar og magngreiningarmörk fengust meðal greiningarefna. Traust- og stöðugleiki aðferðarinnar er viðunandi og áreiðanleikapróf staðfesti að niðurstöður falla vel að fræðilegum styrk. Óvissureikningar sýna að óvissa aðferðinnar er innan þeirra marka sem sett eru fyrir greiningarefnin að undanskildu greiningarefninu zolpidem. Aðferðin telst gilduð út frá niðurstöðum þessara prófa.
Skoðuð voru gögn úr gagnasafni RLE af mælingum á benzódíazepín lyfjum og skyldum efnum meðal ökumanna teknir grunaðir um að vera undir áhrifum efna fyrir árin 2017-2023. Niðurstöður leiddu í ljós að hlutfall slíkra mælinga hefur verið á bilinu 25-33% af öllum akstursmálum RLE undanfarin 5 ár. Af þessum mælingum reyndust mál með jákvæðum benzódíazepín niðurstöðum vera rétt undir 50%. Í víðara samhengi þá eru jákvæðar benzmælingar 8-16% af heildarfjölda akstursmála fyrir tímabilið. Með hliðsjón af fyrirmælum fylgiseðla og vitneskju um samlagningar áhrif benzódíazepín efna og alkóhóls á viðtaka var kannað hvort munur væri á niðurstöðum benzódíazepín mælinga út frá hvort alkóhól væri einnig mælanlegt. Hlutfall neikvæðra benzódíazepín mælinga var lægra meðal mála sem voru alkóhól jákvæð öll árin, breytingin á hlutfalli var ekki formlega marktæk fyrir þau öll. Benzódíazepín efnin sem greindust oftast hjá RLE eru þau sem eru meðal mest ávísuðu lyfjum í heimi, alprazólam, klónazepam og díazepam. Þetta er samt frábrugðið því sem sést til að mynda í Noregi og Danmörku þar sem lög hafa verið sett varðandi akstur undir áhrifum slíkra hugbreytandi efna. Þar er bannað að vera undir áhrifum alprazólams við stjórnun ökutækis, því er alprazólam ekki meðal algengustu benzódíazepín efna í blóði ökumanna í þeim löndum. Benzódíazepín skyldu efnin zolpidem og zópiklón sem eru ávísuð sem svefnlyf virðast vera að aukast ár frá ári frá árinu 2018 og voru komin í um 15% af jákvæðum benzódíazepín málum fyrir árið 2023. Á árunum 2017-2023 greindist tvö eða fleiri benzódíazepín efni í hverju máli í 35-52%tilfella sem bendir til að fjöllyfjanotkun er talsvert algeng meðal þeirra ökumanna sem mældir voru á tímabilinu. Ekki fannst marktæk fylgni milli gagnasettsins og talna um ávísanir benzódíazepín lyfja og skyldra efna í lyfjagagnagrunni landlæknis.
Af þessum niðurstöðum má sjá að akstur undir áhrifum benzódíazepín lyfja og skyldra efna á Íslandi er töluvert algengur. Hvort banaslys eða alvarleg slys hafa orsakast af slíkum lyfjaakstri var ekki kannað. Ástæða er til að draga úr akstri undur áhrifum lyfja hérlendis með aukinni fræðslu til fagfólks og almennings og e.t.v. lagasetningu.
In order to increase road safety and decrease risk of road accidents it is recommended not to drive under the influence of some drugs, including psychoactive drugs like benzodiazepines and Z-drugs, which are known to impair driving skills. In forensic analysis high demands are set on analytical methods to produce reliable data. Forensic laboratories validate their methods to show that each method gives accurate and correct results. In this project a method to analyze benzodiazepines and related drugs used at the Icelandic Department of Pharmacology and Toxicology (DPT) at the University of Iceland, was validated. The method determines 15 different benzodiazepines and related drugs that are quantified, as well as 8 related metabolites. The validation parameters analyzed were stability, specificity, calibration model, carryover, matrix effect and recovery, accuracy and precision, limit of detection and limit of quantification, robustness and dilution integrity. Measurement uncertainty was also calculated for the method. Validation revealed a method that was specific, without carryover or matrix effect and very good recovery. The calibration models for the method were linear when using 1/x weighting factor. The predetermined conditions for limit of detection and quantification were met. Robustness and stabilty of the method are good and accuracy confirms that the results fall close to the expected concentration. Calculations of uncertainty for the method met the criteria set for all analytes except zolpidem. The method is now considered validated as a result of these rigid tests.
Data on benzodiazepine and related drug analysis, from the database of DPT was analysed from drivers suspected of driving under the influence of drugs in Iceland for the years 2017-2023. Data showed that these analyses were performed on 25 - 33% of all driving cases analysed at DPT for the past five years. Of these cases 50% showed a positive result for benzodiazepines, which accounts for 8-16% of all driving cases analysed at DPT. With the information included with all prescription drugs and the knowledge of additive effects from psychoactive drugs, such as alcohol and benzodiazepines, it was tested whether there was a difference in the number of positive results of benzodiazepines with or without the presence of alcohol. The proportion of negative benzodiazepine results was lower among alcohol positive results for all years tested, but the proportional change was not statistically significant by years. The benzodiazepines most often detected in Iceland were among those most prescribed in the world, namely alprazolam, clonazepam og diazepam. This differs from what is reported in Norway and Denmark, where law has been set regarding driving under the influence of hypnotics. There it is forbidden to drive under the influence of alprazolam, therefore alprazolam is not among the most frequently encountered benzodiazepine in the blood of drivers in those countries. Cases containing the benzodiazepine related drugs zolpidem and zopiclone, that are prescribed for insomnia, seem to have increased from 2018 and were about 15% of positive benzodiazepine cases for 2023. Between 2017 and 2023 two or more benzodiazepines were detected per case in 35-52% of driving cases, which implies that polydrug use is fairly common among Icelandic drivers. Correlation was not statistically significant between the dataset and prescription information of benzodiazepines and related drugs, attained from the prescription medicines register, a database, of the Directorate of Health in Iceland. From these results it is clear that driving under the influence of benzodiazepines and related drugs in Iceland is fairly common. There is a clear reason to increase road safety by reducing drug driving in Iceland with education and possibly by law-making.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MS_ritgerð_SSH_Loka.pdf | 5,11 MB | Lokaður til...31.05.2025 | Heildartexti | ||
Yfirlysing_SSH.pdf | 1,39 MB | Lokaður | Yfirlýsing |