en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/4740

Title: 
  • is Líf eftir stjórnmálaþátttöku á Íslandi
Abstract: 
  • is

    Í ritgerðinni er fjallað um hvað íslenskir stjórnmálamenn taka sér fyrir hendur eftir að þeir ljúka stjórnmálaþátttöku. Þeirri spurningu er velt upp hvort fyrrverandi þingmenn og ráðherrar eigi erfitt uppdráttar í atvinnulífinu. Til þess að gera yfirferðina sem ítarlegasta voru Vestur- Evrópulöndin og þá sérstaklega Bretland borin saman við Ísland. Fjallað er um menntun þingmanna og launagreiðslur í þeim tilgangi að gefa sem skýrasta mynd af því hvar þingmenn og ráðherrar almennt standa í þjóðfélaginu. Einnig er virðing í garð Alþingis og stjórnmálamanna skoðuð.
    Við vinnslu ritgerðarinnar voru viðtöl við þrjá fyrrverandi alþingismenn tekin en það voru þau Ásta Möller fyrrum þingmaður, Geir Hilmar Haarde fyrrum þingmaður, forsætisráðherra og fjármálaráðherra og að lokum Kolbrún Halldórsdóttir fyrrum þingmaður og umhverfisráðherra.
    Niðurstöður ritgerðarinnar leiddu í ljós að fyrrverandi þingmenn og ráðherrar leita oftast aftur inn í stjórnsýsluna þ.e. störf á vegum ríkisins en ekki út í einkageira atvinnulífsins. Er það á skjön við t.d. Bretland og Norðurlöndin að Finnlandi undanskyldu. Það er því ljóst að einkarekin fyrirtæki á Íslandi sækjast ekki eftir þeirri reynslu og þekkingu sem fyrrverandi stjórnmálamenn hafa upp á að bjóða fyrst um sinn eftir að stjórnmálaþátttöku er hætt. Þegar fyrrum þingmenn hafa verið fjarri stjórnmálum í einhvern tíma aukast líkurnar á því að þeir fari til starfa í einkageiranum.

Accepted: 
  • Apr 26, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4740


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA-RITGERÐ - yfirfarin.pdf365.37 kBOpenHeildartextiPDFView/Open