Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47400
Ritgerð þessi fjallar um gullhúðun EES-reglna, en gullhúðun er hugtak sem hefur verið notað yfir það þegar stjórnvöld einstakra ríkja ganga lengra við innleiðingu afleiddrar löggjafar í sinn landsrétt og setja íþyngjandi ákvæði umfram lágmarkskröfur þeirrar afleiddu löggjafar sem verið er að innleiða í landsrétt. Gullhúðun er ekki óheimil hér á landi, en ef sú leið er farin við innleiðingu EES-gerða í landsrétt ber að gera það í samræmi við kröfur 37. gr. laga um þingsköp Alþingis, sbr. einnig 8. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Fyrrgreindar reglur kveða á um að gullhúðun skuli vera rökstudd og tilgreind í innleiðingarfrumvarpi. Meginviðfangsefni ritgerðar þessarar er að skoða innleiðingarfrumvörp EES-gerða í landsrétt á málefnasviði fjármála- og efnahagsráðuneytisins frá 144. löggjafarþingi til 153. löggjafarþings með tilliti til þess hvort gullhúðun hafi verið beitt við innleiðingu og hvort hún hafi verið í samræmi við fyrrgreindar kröfur laga um þingsköp Alþingis og reglna um þinglega meðferð EES-mála. Helstu niðurstöður þeirrar rannsóknar eru að gullhúðun var beitt í rúmlega 50% tilvika, og af þeim tilvikum þar sem gullhúðun var beitt var gullhúðunin ekki rökstudd og tilgreind í 73% tilvika. Þá var framkvæmd annarra ríkja skoðuð með tilliti til gullhúðunar, sú skoðun leiddi í ljós að Bretland var mjög framarlega í því sem við kemur gullhúðun og hægt að draga lærdóm af því sem þar var vel gert. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar varpa ljósi á það að margt megi betur fara hvað varðar innleiðingu EES-gerða í landsrétt með tilliti til gullhúðunar, og gerð hefur verið grein fyrir tillögum að úrbótum sem höfundur vonar að komi að góðum notum.
This thesis is an analysis of gold-plating of EEA rules, gold-plating is a term that has been used for when countries add additional rules or obligations that go beyond the minimum requirement of the directive that is being transposed into national law. Gold-plating is not prohibited in this country, but if a directive or regulation is to be gold-plated when implemented into national law it must be done in accordance with the requirements of Article 37. of the law on parliamentary proceedings, no. 55/1991, and Article 8 of the rules on the parliamentary handling of EEA-matters. These rules stipulate that gold-plating must be justified and specified in the implementing bill. The main objective of this thesis is to examine the implementation bills of EEA-acts into national law in the field of the Ministry of Finance and Economic Affairs from the 144th to the 153th legislative session with regard to whether gold-plating was applied during implementation and whether it was in accordance with the aforementioned requirements of the law on parliamentary acts and the rules on the parliamentary handling of EEA-matters. The main results of this study are that gold-plating was applied in over 50% of bills, and of those cases were 73% of bills not in accordance with the aforementioned law and rules. Then the performance of other countries is examined with regard to gold-plating, this analysis revealed that Britain was very much ahead of the curve when it comes to gold-plating and lessons can be learned from what was well done there. The main findings of the thesis point to the fact that much can be done in terms of the implementation of EEA-acts into national law with regard to gold-plating, and suggestions for improvements have been made that the author hopes will be of use.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Sigrun Anna ML-ritgerð loka.pdf | 1,33 MB | Lokaður til...01.06.2026 | Heildartexti | ||
Beiðni um lokun ML ritgerðar_Sigrún Anna Gísladóttir.pdf | 383,07 kB | Opinn | Beiðni um lokun | Skoða/Opna |