is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47403

Titill: 
  • Lög um nauðungarsölu nr. 90/1991 með hliðsjón af friðhelgi eignarréttar: Að hvaða marki skerða ákvæði laganna rétt gerðarþola til að njóta eigna sinna í friði og er tilefni til breytinga á löggjöfinni?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er að gera grein fyrir því hvort nauðungarsala eignar á óhæfilega lágu verði skerði eignarrétt gerðarþola samkvæmt 72. gr. stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og 1. gr. 1. viðauka mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Við skoðun á framangreindu verður litið til gildandi löggjafar hér á landi og hjá nágrannaþjóðum okkar á Norðurlöndunum. Þá er jafnframt tekið mið af fjölda dómafordæma íslenskra dómstóla og mannréttindadómstóls Evrópu, meðal annars á sviði fullnusturéttarfars og eignarréttar. Þá eru meðalhófssjónarmið í ríkum mæli lögð til grundvallar. Færð eru rök fyrir því að þegar söluverð eignar við nauðungarsölu er fjarri líklegu markaðsverði hennar, þá geti verið um þungbæra eignarskerðingu að ræða, sem jafna megi til eignarnáms í skilningi fyrrgreindra mannréttindaákvæða. Þá er einnig tekið til skoðunar hvaða áhrif það hefur á stöðu gerðarþola að sýslumaður gæti ekki að lögbundnum skyldum sínum. Því til viðbótar, er einnig velt upp hvort sjónarmið um endurheimt óréttmætrar auðgunar kunni að eiga við framkvæmd nauðungarsölu. Í ritgerðinni er komist að þeirri niðurstöðu að lög um nauðungarsölu nr. 90/1991 tryggi rétt gerðarþola ekki nægilega vel að þessu leyti. Á þeim grundvelli, eru settar fram tillögur að breytingum á ákvæðum fyrrnefndra laga, í þeim tilgangi að styrkja stöðu gerðarþola, þó án þess að skerða rétt gerðarbeiðanda, og komast hjá tilvikum þar sem kann að vera brotið á rétti gerðarþola. Bæði verður vikið að þeim úrræðum sem gerðarþoli á samkvæmt núgildandi regluverki, og eftir atvikum settar fram tillögur til breytinga á þeim, sem og lagðar fram tillögur að nýmælum sem ekki eiga sér hliðstæðu í núverandi lögum en myndu fela í sér réttarbætur.

  • Útdráttur er á ensku

    The objective of this thesis is to examine whether the forced sale of property at an unreasonably low price results in a restriction of exercise of the right to property according to Article 72 of the Constitution of the Republic of Iceland no. 33/1944 and Article 1 of Protocol 1 to the European Convention on Human Rights, cf. Act no. 62/1994. While examining the aforementioned, current legislation in Iceland will be considered, as well as that of our neighboring countries in the Nordic region. Additionally, reference will be made to a number of precedents set by Icelandic courts and the European Court of Human Rights, particularly in the field of enforcement law and property law. Furthermore, the principles of proportionality will be heavily relied upon. Arguments will be presented to suggest that when the final price of property through forced sale significantly deviates from the likely market value, it may constitute a substantial restriction on the right to property, akin to expropriation, as the right to property is defined in the aforementioned human rights provisions. It will also be considered what impact it has on the position of the property owner if district commissioners fail to fulfill their legal obligations. Additionally, it is also questioned whether aspects of restitution for unjust enrichment could apply to execution of forced sales. In the thesis it is concluded that the law on forced sale no. 90/1991 does not adequately safeguard the property owner ́s rights in this regard. On this basis, options for amendments to the provisions of the aforementioned Icelandic legislation will be proposed, with the aim of strengthening the position of property owners, but without restricting the position of the claimant, and to avoid situations where potential human rights violations occur. This thesis focuses on the remedies available to property owners under the current legislation, and which may require amendments, and suggestions for such amendments will be presented, along with proposals for new additions that are currently not included in the legislation but would be greatly beneficial.

Samþykkt: 
  • 28.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47403


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Urður Hafþórsdóttir - ML-ritgerð.pdf646.78 kBLokaður til...31.12.2025HeildartextiPDF
Beiðni um lokun ML ritgerðar_Urður Hafþórsdóttir60.pdf391.43 kBOpinnPDFSkoða/Opna