is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47406

Titill: 
  • Hefur kiðvægi í hné við stefnubreytingar forspárgildi fyrir slit á fremra krossbandi hjá ungum íþróttakonum? Afturskyggn tilfella-viðmiðunarrannsókn
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Inngangur: ACL slit eru algeng íþróttameiðsl sem geta haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Meiðslin eru algengari meðal íþróttakvenna en karla og geta ákveðnir lífaflfræðilegir áhættuþættir útskýrt það en talið er að aukið kiðvægi í hné við stefnubreytingar geti spáð fyrir um ACL slit. Í þessari rannsókn, ólíkt öðrum rannsóknum, var notast við tímaramma sem samræmist áætluðum tímaramma ACL slita. Rannsakað var hvort aukið kiðvægi fyrstu 100 millisekúndur (ms) stöðufasans við stefnubreytingar hafi forspárgildi fyrir ACL slit hjá ungum íþróttakonum. Staða hnés í frontal og sagittal plani ásamt fjarlægð stoðfótar frá massamiðju bols við upphaf stöðufasa og mögulegt forspárgildi þess fyrir ACL slit verður einnig rannsakað.
    Aðferðir: Fyrirliggjandi gögn fyrir stefnubreytingar 88 handbolta- og knattspyrnukvenna voru rannsökuð. Þátttakendur voru á aldrinum 14-18 ára þegar mælingar fóru fram og voru gögn fengin með hreyfiföngunarbúnaði og síuð með 6 Hz lágtíðnisíu. Gildi fyrir hæsta kiðvægi innan 100 ms var fundið ásamt stöðu á hné í frontal og sagittal plani við upphaf stöðufasa. Fjarlægð fótar og bols var reiknuð út sem fjarlægð þungamiðju fótar og bols í fram-aftur og hliðar- plönum við upphaf stöðufasa. Tilgátuprófun var gerð með línulegri blandaðri aðhvarfsgreiningu.
    Niðurstöður: Af 88 þátttakendum voru sjö sem slitu ACL og fjöldi hnjáa sem urðu fyrir ACL sliti var níu. Ekki var munur á hæsta kiðvægi innan 100 ms (p=0,155 og 95% ÖM -0,01 til 0,07 Nm/kg), beygju í hné (p=0,4 og 95% ÖM -3,56 til 1,45 Nm/kg) og fjarlægð fótar og bols (p=0,7 og 95% ÖM -0,059 til 0,086 Nm/kg) við upphaf stöðufasa milli þeirra hnjáa sem síðar urðu og urðu ekki fyrir ACL sliti. Hins vegar var kiðstaða meiri við upphaf stöðufasa í þeim hnjám sem síðar urðu fyrir ACL sliti samanborið við önnur hné (p<0,001 og 95% ÖM -3,794 til -1,273) Nm/kg).
    Ályktanir: Kiðvægi í hné við stefnubreytingar aðgreinir ekki þá sem slíta ACL frá þeim sem ekki gera það. Kiðstaða í hné við upphaf stöðufasa hefur forspárgildi fyrir ACL slit. Sjúkraþjálfarar og rannsakendur ættu að vera vakandi fyrir slíkri stöðu á hnjám ungra íþróttakvenna við upphaf stöðufasa stefnubreytinga.

Samþykkt: 
  • 29.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47406


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni_lokaskil.pdf868.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf489.42 kBLokaðurYfirlýsingPDF