is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47413

Titill: 
 • Réttindi barna og þvingunarúrræði í barnavernd : heimildir barnaverndarlaga til beitingar þvingunar gagnvart börnum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er leitast eftir því að kanna hvort heimild barnaverndarlaga um beitingu þvingana sé nægilega skýr og að hún samræmist þeim réttindum sem börn eiga að njóta. Réttindi barna eru vernduð á alþjóðlegum vettvangi enda er um viðkvæman hóp einstaklinga að ræða. Baráttan um réttindi barna á sér langan undanfara og tóku þau miklum breytingum við samþykkt Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Því var lögð áhersla á það í ritgerðinni að fjalla um helstu grundvallarréttindi barna. Barnaverndarlög nr. 80/2002, kveða á um rétt barna til verndar og umönnunar. Í 82. gr. barnaverndarlaga er síðan að finna ákvæði sem kveður á um heimild til að beita börn þvingunum og á ákvæðið rætur að rekja til norskra barnaverndarlaga. Í ritgerðinni er því varpað ljósi á ólíkar heimildir til beitingar þvingana gagnvart mismunandi hópum einstaklinga í viðkvæmri stöðu. Þar sem megintilgangur ritgerðarinnar er að meta skýrleika ákvæðisins um framkvæmd beitingar þvingana, var því fjallað um helstu meginreglur norskra barnaverndarlaga og gerður samanburður við íslensku lögin.
  Í niðurstöðum ritgerðarinnar kemst höfundur að þeirri niðurstöðu að þörf sé á úrbótum hvað varðar ákvæði barnaverndarlaga sem heimila beitingu þvingana. Að mati höfundar er heimildin til beitingar þvingana í barnaverndarlögum of matskennd, en sú ályktun er aðallega dregin af nýlegum breytingum á norskum barnaverndarlögum. Þá er brýnt að sett verði reglugerð um framkvæmd beitingu þvingana eins og barnaverndarlög gera ráð fyrir. Þá væri hægt að gera enn betur og setja sérlög líkt og eru til staðar í Svíþjóð um framkvæmd þvingana.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis aims to see whether the authority in the Child Protection Act, regarding the use of coercion, is sufficiently clear and that it is in line with the rights of children. Children’s rights are protected internationally, as they are a vulnerable group of individuals. The fight for children’s rights has a long history, and they changed a lot when the United Nations Convention on the Rights of the Child was approved. It was therefore important that the main fundamental rights of children were covered in this thesis. Child Protection Act no. 80/2002, stipulates the right of children to protection and care. Article 82 of The Child Protection Act contains a provision that stipulates the authorization to use coercion on children, and the model for the provision is in the Norwegian Child Protection Act. The different sources for the use of coercion against different groups of individuals in a vulnerable situation were also highlighted. Since the main purpose of the thesis is to assess the clarity of the provision on the implementation of the use of coercion, the main principles of the Norwegian Child Protection Act were covered, and a comparison were made between them and the Icelandic law.
  In conclusion of this thesis, the author concludes that improvements are needed in terms of the use of coercion in the Child Protection Act. In the authors opinion the authorization for the use of coercion in the Child Protection Act is too discretionary, that conclusion is mainly drawn from the recent changes to the Norwegian Child Protection Act. It is therefore clear that there is an urgent need for regulation on the implementation of coercion as required by the Child Protection Act. It would even be better to introduce special laws, similar to Swedish legislation, on the implementation of coercive measures.

Samþykkt: 
 • 29.5.2024
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/47413


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML-ritgerð_ValdísÓskÓladóttir.pdf716.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna