is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47415

Titill: 
  • Sönnun orsakatengsla í líkamstjónamálum : til hvers er litið við sönnun orsakatengsla?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Sönnun orsakatengsla í líkamstjónamálum: Til hvers er litið við sönnun orsakatengsla?
    Í ritgerð þessari er leitað svara við því hvernig sönnunarmati dómstóla er háttað í málum þar sem metin eru orsakatengsl milli líkamstjóns og tjónsatburðar. Hvað það er sem dómstólar líta til við mat á sönnun orsakatengsla í líkamstjónamálum og hvaða atriði skipta mestu máli. Umfjöllunarefni ritgerðarinnar er sönnun orsakatengsla og verður farið yfir helstu álitaefni sem koma upp við mat á orsakatengslum og sönnun þeirra. Reglan um orsakatengsl hefur verið notuð sem takmörkun á bótaábyrgð og tjónþoli þarf því að geta sýnt fram á orsakatengsl tjónsatburðar og líkamstjóns. Sönnun orsakatengsla milli líkamstjóns og tjónsatburðar er flókið viðfangsefni þar sem ekki eru til skýrar reglur eða viðmið um mat á orsakatengslum.
    Niðurstöður ritgerðarinnar leiða í ljós að almennt séu ekki gerðar gífurlega strangar sönnunarkröfur í líkamstjónamálum og þarf tjónþoli helst að geta sýnt fram á að miklar líkur séu á því að staðhæfing sé sönn. Mat á sönnun orsakatengsla byggir á heildstæðu mati dómara hverju sinni sem leiðir af meginreglunni um frjálst sönnunarmat dómara. Í dómaframkvæmd er hvert mál mismunandi og aðstæður aðila mismunandi. Ljóst er að matsgerðir og önnur læknisfræðileg gögn sem segja til um orsakatengsl skipta miklu máli við sönnun. Það sem stóð upp úr í réttarframkvæmd var mikilvægi þess að tjónþoli hafði staðfestingu á líkamstjóni skömmu eftir tjónsatburð og að einhver samtíma læknisfræðileg gögn lægju fyrir.

  • Útdráttur er á ensku

    Proof of causation in personal injury cases: What is considered in proving causation?
    The subject of this thesis is to answer how the courts evaluate evidence in cases where causation between personal injury and the damage event. The focus is on what the courts consider when evaluating the proof of causation in bodily injury cases and which factors are most important. The topic of the essay is the proof of causation, and it will cover the main issues that arise in the evaluation and proof of causation. The rule of causation has been used as a limitation on liability, and the injured party must be able to demonstrate a causal link between the event and the bodily injury. Proving causation between bodily injury and the event causing the injury is a complex task, as there are no clear rules or standards for evaluating causation.
    The results of the essay reveal that generally, the evidentiary requirements in bodily injury cases are not excessively strict, and the injured party mainly needs to show that it is highly likely that their claim is true. The evaluation of evidence for causation is based on a comprehensive assessment by the judge, following the main principle of the judge's free evaluation of evidence. In judicial practice, each case is different, and the circumstances of the parties vary. It is clear that expert reports and other medical documents indicating causation are crucial in proving the case. What stood out in judicial practice was the importance of the injured party having confirmation of bodily injury shortly after the damage event and that some contemporaneous medical documents were available.

Samþykkt: 
  • 29.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47415


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML ritgerð EGE.pdf781.17 kBLokaður til...24.12.2024HeildartextiPDF
Beiðni um lokun ML ritgerðar_ Erla Guðfinna Erlendsdóttir.pdf395.15 kBOpinnBeiðni um lokunPDFSkoða/Opna