is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47418

Titill: 
  • Íslenskir verkvangsyrkjar : launþegar eða verktakar?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hin hraða útbreiðsla stafrænna verkvanga deilihagkerfisins víða um heim hefur af ýmsum ástæðum valdið lögspekingum töluverðum heilabrotum, ekki síst hvað varðar réttindi þeirra einstaklinga sem starfa á þeirra vegum við framkvæmd ýmissa verkefna. Eru þeir gjarnan fengnir til starfa sem sjálfstæðir verktakar og hafa samkvæmt því stöðu atvinnurekenda sem njóta að mjög takmörkuðu leyti þeirra réttinda sem launþegum eru jafnan tryggð með lögum. Helstu hugtök vinnuréttarins, s.s. launþegi og verktaki, hafa ekki neina einhlíta skilgreiningu að íslenskri löggjöf heldur er tilvist ráðningarsambands háð heildstæðu mati aðstæðna hverju sinni. Í ritgerðinni er talað um starfsmenn verkvanga sem verkvangsyrkja og er markmið ritgerðarinnar að draga rökstudda ályktun um hver sé staða þeirra að íslenskum vinnurétti, hvort þeir séu launþegar eða verktakar. Í því skyni verður helsti munurinn á réttarstöðu launþega og verktaka að íslenskum rétti kortlagður, þá verður farið yfir uppruna og þróun þeirra matsþátta sem helst er beitt við að greina þeirra á milli og hvernig þessum matsþáttum hafi hingað til verið beitt af íslenskum dómstólum og úrskurðarnefndum. Á Íslandi hafa stafrænir verkvangar ekki enn náð fótfestu að neinu verulegu leyti og er því litið til dómaframkvæmdar annarra ríkja auk Evrópudómstólsins til þess að sjá hvernig þessum sömu þáttum hefur verið beitt um starfsmenn á vegum stafrænna verkvanga. Þá verður fjallað um nýja Evróputilskipun um verkvanga og hugsanleg áhrif hennar á íslenskan vinnurétt í gegnum EES-samninginn. Að lokum verða niðurstöður mátaðar við íslenskan veruleika og rökstudd ályktun dregin um hver líkleg réttarstaða sé.

Samþykkt: 
  • 29.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47418


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML ritgerð_Aldís Coquillon.pdf1,02 MBLokaður til...01.06.2026HeildartextiPDF
Beiðni um lokun ML ritgerðar_ALDÍS COQUILLON ÁSGEIRSDÓTTIR.pdf406,77 kBOpinnBeiðni um lokunPDFSkoða/Opna