Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47421
Þann 1. janúar 2019 tóku ný lög gildi, lög um lögheimili og aðsetur nr. 80/2018. Lögin fólu í sér þau nýmæli að óheimilt er að eiga lögheimili á Íslandi, eigi viðkomandi einstaklingur lögheimili erlendis. Þá var einnig lögfest sú framkvæmd að ef einstaklingur dvelst lengur en sex mánuði erlendis, þá telst hann hafa tekið upp búsetu þar. Skilgreining á lögheimili manns er ráðandi við mat á skattalegri heimilisfesti einstaklinga hér á landi. Markmið ritgerðarinnar er að útlista þær reglur sem gilda um skattalega heimilisfesti einstaklinga hér á landi, með hliðsjón af íslenskri dóma- og úrskurðarframkvæmd, nýjum lögheimilislögum og samsvarandi reglum nágrannaríkja Íslands. Leitast verður eftir því að svara þeirri spurningu hvort þörf sé á sérstakri skilgreiningu á hugtakinu skattalegri heimilisfesti í tekjuskattslögum nr. 90/2003, í stað þess að styðjast við lögheimilislög. Farið verður yfir áhrif undirstöðureglna íslenskrar stjórnskipunar á skatta- og lögskýringarsjónarmið skattaákvæða. Auk þess verður farið yfir skattdrifnar ráðstafanir og almenn atriði sem tengjast skattskyldu einstaklinga. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að þær lagabreytingar sem gerðar voru á lögheimilislögum hafi ekki verið nægjanlega úthugsaðar varðandi áhrif á skattalega heimilisfesti einstaklinga en tíminn mun leiða í ljós að hve miklu leyti framkvæmd ákvæðisins hefur áhrif á íslenska skattborgara. Auk þess er það niðurstaða höfundar að í samræmi við stjórnskipuleg skilyrði skattlagningar og þær kröfur sem gerðar eru til skýrleika lagaheimilda að tilefni sé til þess að löggjafinn kanni hvort þörf sé á að taka upp sérstakar reglur um skattalega heimilisfesti og sett verði sérstök skilgreining á hugtakinu í tekjuskattslög.
The law on Domicile and Residence no. 80/2018 entered into force January 1, 2019. The new laws state that it is prohibited to have legal domicile in Iceland if an individual has legal domicile abroad. Furthermore, it was enacted that if an individual spends more than six months abroad, he is considered to have taken up residence there. The determination of an individual´s legal domicile is dominant when assessing the tax residency of individuals in Iceland. The aim of the thesis is to list the rules that apply to the tax domicile of individuals in Iceland, in the light of Icelandic judicial law, new domicile law and corresponding rules of Iceland´s neighbouring countries. The author will attempt to answer the question of whether a specific definition of the concept of tax domicile in the Income Tax Act no. 90/2003 is necessary, rather than relying on the Law on Domicile and Residence no. 80/2018. The impact of the Icelandic Constitution´s basic rules on tax and legal explanatory perspective of tax provisions will be examined. Moreover, tax-driven measures and general matters related to individual´s tax liability will be reviewed. The main results of the research show that the legislative changes made to the Law on Domicile and Residence were not sufficiently studied in terms of the impact on individual tax residency, but time will reveal the extent to which the implementation of the provision affects Icelandic tawpayers. In addition, the author concludes that there is a ground for the legislator to examine wheters there is a need to introduce special rules on tax residence and add a special definition of the term in the Income Tax Law. That is in accordance with the constitutional requirements of taxation and the demands made for the clarity of legal sources.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ml-ritgerð Birta María pdf2.pdf | 905.25 kB | Lokaður til...30.06.2025 | Heildartexti | ||
birtamarialokun.pdf | 78.67 kB | Opinn | Beiðni um lokun | Skoða/Opna |