is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47422

Titill: 
  • Framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana : hvar liggja mörkin og hvað ætti stjórnarskrárákvæði um slíkt framsal að innihalda?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í fjölmörg ár hefur Ísland tekið þátt í ýmis konar alþjóðasamstarfi og framselt ríkisvald sitt í ákveðnum mæli til alþjóðastofnana. Ólíkt mörgum ríkjum er þó hvergi kveðið á um slíkt framsal í stjórnarskrá Íslands. Í framkvæmd hefur því að miklu leyti verið stuðst við kenningar Davíðs Þórs Björgvinssonar og Bjargar Thorarensen til þess að meta hvar mörkin á því liggja. Á síðustu árum hafa komið upp nokkur stjórnskipuleg álitamál vegna upptöku gerða frá Evrópusambandinu (ESB) í EES-samninginn sem hafa haft í för með sér miklar stjórnskipulegar áskoranir fyrir Ísland.
    Meginefni þessarar ritgerðar er að gera grein fyrir því hvar mörkin á framsali ríkisvalds til alþjóðastofnana liggja með því að máta kenningarnar við þau stjórnskipulegu álitamál tengd EES-samningnum sem upp hafa komið á síðustu 10-15 árum. Sjónum er sérstaklega beint að reglugerðum ESB um eftirlitskerfi með fjármálamörkuðum, persónuverndarreglugerð ESB og þriðja orkupakka ESB. Í ljósi umræðna um breytingar á stjórnarskránni svo hún taki til framsals ríkisvalds til alþjóðastofnana eru einnig tekin saman helstu atriði sem ætti að líta til við setningu slíks ákvæðis með hliðsjón af íslenskri og erlendri laga- og dómaframkvæmd og tillögum fræðimanna. Helstu niðurstöður eru þær að hægt sé að nota kenningar Davíðs Þórs Björgvinssonar og Bjargar Thorarensen til þess að meta mörk framsals á ríkisvaldi til alþjóðastofnana í tilvikum um stjórnskipuleg álitamál sem tengjast upptöku ESB-gerða í EES-samninginn, jafnvel þótt upp kunni að koma stök tilvik sem falla ekki nákvæmlega að kenningunum. Samt sem áður stendur nauðsyn til þess að taka upp ákvæði í stjórnarskrá Íslands sem kveður með beinum hætti á um framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana, enda myndi það greiða úr þeirri miklu réttaróvissu sem ríkir í dag og auðvelda samræmdari beitingu EES-samningsins.

  • Útdráttur er á ensku

    For many years, Iceland has participated in various types of international cooperation and has transferred its state powers to a certain extent to international institutions. Unlike that of many other countries, the Icelandic constitution does not say anything about such a transfer. Therefore, the boundaries have predominantly been assessed by using the theories of Davíð Þór Björgvinsson and Björg Thorarensen. Recent years have witnessed significant constitutional challenges for Iceland, particularly those stemming from the incorporation of European Union (EU) rules into the European Economic Area (EEA) Agreement.
    The primary concern of this thesis is to elucidate the limits of transferring state powers to international institutions by comparing the theories with constitutional quandaries associated with the EEA Agreement in the last 10-15 years. Careful consideration is directed towards the EU regulations on the supervisory authority of financial markets, the EU General Data Protection Regulation and the EU's third energy package. In view of the discussion about constitutional amendments concerning the transfer of state powers to international institutions, a summarisation will be given on the factors that need to be weighed in formulating such a provision, drawing upon Icelandic as well as foreign legal precedents, judicial practices, and academic perspectives. The primary findings underscore the adaptability of Davíð Þór Björgvinsson's and Björg Thorarensen's theories in evaluating the boundaries of transferring state powers to international institutions in matters concerning constitutional quandaries that arise when incorporating EU rules into the EEA Agreement, even if there may be isolated cases that do not precisely align with these theories. Nevertheless, it is imperative to incorporate into Iceland's constitution a provision that expressly delineates such a transfer, as such inclusion would serve to mitigate the substantial legal ambiguities that are prevalent at present and would facilitate a more consistent application of the EEA Agreement.

Samþykkt: 
  • 29.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47422


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML ritgerð_Helena Jaya.pdf1.46 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna