is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4743

Titill: 
  • Landamæraeftirlit eftir inngöngu Íslands í Schengen: Áhrif á skipulagða glæpastarfsemi og baráttu gegn henni
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um breytingar á framkvæmd landamæraeftirlits eftir inngöngu Íslands í Schengen samstarfið. Spurt er hvort þær breytingar hafi aukið umsvif alþjóðlegra skipulagðra glæpasamtaka á Íslandi og hvort aðild Íslands að Schengen samstarfinu dragi úr getu íslenskra stórnvalda til að berjast gegn þeim.
    Aðild Íslands að Schengen samstarfinu gengur út á frjálsa för einstaklinga yfir landamæri aðildaríkja. Rétturinn til dvalar hér á landi er grundvallaður á EES samningnum og því erfitt að horfa til aðildar Íslands að Schengen samstarfinu þegar fjallað er um aukin umsvif alþjóðlegra skipulagðra glæpasamtaka á Íslandi.
    Með inngöngu Íslands í Schengen samstarfið öðluðust íslensk yfirvöld aðgang að öflugum upplýsingabanka Schengen samstarfsins svo og alþjóðlegu samstarfi. Á móti var lagt niður persónueftirlit á landamærum aðildaríkja Schengen samstarfsins. Það alþjóðlega samstarf sem Ísland fékk aðgang að er að mati viðmælenda höfundar styrkur í baráttunni við alþjóðlega skipulagða glæpastarfsemi sem nú á sér stað og án hennar væri Ísland berskjaldað gagnvart skipulagðri glæpastarfsemi.

Samþykkt: 
  • 26.4.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4743


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ridgerd-prentun1.pdf812.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna