Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/47430
Þessi rannsókn skoðar próffræðilega eiginleika íslensku þýðingarinnar á vinnuþunglyndisskalanum, ODI, með áherslu á þáttabyggingu og áreiðanleika. ODI, sem ætlað er að meta starfstengt þunglyndi, var þýddur á íslensku og sendur á áttatíu og einn þátttakanda með mismunandi starfsbakgrunn. Þýðingarferlið fól í sér sjálfstæða þýðingu, umsagnir sérfræðinga og bakþýðingu til að tryggja nákvæmni. Þáttagreining og áreiðanleikapróf voru framkvæmd til að meta þáttabyggingu og innra réttmæti skalans. Íslenska útgáfan sýndi góðan áreiðanleika (ω = .896) og studdist við einþátta þáttabyggingu, sem er ólíkt upprunalegu tveggja þátta uppbyggingu ODI. Mögulega vegna menningarlegs munar á skynjun á streitu og þunglyndi í starfi á Íslandi. Atriðagreining leiddi í ljós breytileika á meðaltali og fylgni milli starfsþunglyndi og spurninga á ODI. Óháð úrtak t-prófa sýndu ekki marktækan mun á vinnuþunglyndi eftir kyni, aldri og menntunarbakgrunni, sem bendir til svipaðra áhrifa milli þessara hópa á Íslandi. Niðurstöðurnar gefa vísbendingu um að íslenska útgáfan hafi jafn góða próffræðilega eiginleika og upprunalegi skalinn. Slíkt eykur allt öryggi við nýtingu hans og gefur fyrirheit um að hin íslenska útgáfa verði mikilvægt tól til greiningar og meðhöndlunar atvinnutengdra þunglyndiseinkenna á Íslandi.
This study analyzes the psychometric properties of the Icelandic translation of the Occupational Depression Inventory (ODI), focusing on its factor structure and reliability. The ODI, designed to assess job-related depression, was translated into Icelandic and issued to eighty-one participants from various occupational backgrounds. The process included independent translations, expert reviews, and back-translation to ensure accuracy. Exploratory factor analysis suggested a single-factor structure, differing from the original two-factor model, possibly due to cultural differences in perceiving occupational stress and depression in Iceland. The ODI showed high internal consistency (McDonald's Omega = 0.896), indicating reliable measurement. Item analysis revealed variations in mean scores and item-rest correlations, highlighting areas for refinement. Independent samples t-tests found no significant differences in occupational depression scores across gender, age, and educational background, suggesting similar impacts across these groups in Iceland. The findings indicate that the ODI is a reliable tool for assessing occupational depression in Iceland. The results imply that the Icelandic version has the same psychometric value as the original scale. This increases the safety of its use and promises that the Icelandic version will be an essential tool for diagnosing and treating work-related depressive symptoms in Iceland.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Translating the Occupational Depression Inventory (ODI) to Icelandic.pdf | 377.68 kB | Open | Complete Text | View/Open |