is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47436

Titill: 
  • Tengsl atvinnu og álags í einkalífi við kulnunareinkenni meðal kvenna: „Þær eru með svo marga bolta á lofti, ofursamviskusamar og alltaf einhvern veginn á vaktinni: heimili, börn, vinna“
  • Titill er á ensku Association between work, private life stressors, and burnout symptoms among women.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð samanstendur af tveimur aðskildum rannsóknum. Fyrri rannsóknin er stutt forkönnun um fordóma gagnvart kulnun og þær hugmyndir sem almenningur hefur um einstaklinga í kulnun. Niðurstöður forkönnunar sýndu að meirihluti þátttakenda (86%) töldu að kulnun orsakaðist af álagi í vinnuumhverfi og í einkalífi og að konur væru líklegri en önnur kyn til að upplifa kulnun. Þegar þátttakendur voru spurðir nánar út í afstöðu sína tiltók um það bil helmingur þriðju vaktina sem helstu ástæðu kulnunar meðal kvenna. Auk þess var
    minnst á að konur hefðu meiri ábyrgðartilfinningu gagnvart umönnun annarra í samanburði við karlmenn, þær bæru meiri þunga af heimilisverkum og að meiri samfélagslegar kröfur væru gerðar til kvenna en karla. Fordómar gagnvart kulnun mældust litlir meðal svarenda.
    Seinni rannsóknin metur áhrifaþætti kulnunar. Niðurstöður forkönnunar voru leiðbeinandi um val á mælingum í rannsókninni og urðu þær jafnframt til þess ákveðið var að einblína á konur og kvár. Skiptar skoðanir eru um orsakir kulnunar meðal fræðimanna. Sumir telja að kulnun orsakist af vinnutengdri streitu en aðrir telja að þættir eins og persónueinkenni og álag í einkalífi hafi einnig áhrif. Markmið þessarar rannsóknar var að meta tengsl persónuleikaþátta,álags í einkalífi og atvinnu við tíðni kulnunareinkenna. Rafrænum spurningalista var deilt með hentugleikaúrtaki og fór gagnaöflun fram á tímabilinu 19. janúar til og með 3. febrúar 2024. Þátttakendur voru á aldrinum 20 til 78 ára (n = 702). Aðeins tvö kvár tóku þátt í rannsókninni og því var ekki hægt að greina niðurstöður eftir kyni (kona/kvár). Niðurstöður sýndu að persónuleikaþættir og félagslegur stuðningur um ævina höfðu veik en marktæk tengsl við tíðni kulnunareinkenna. Vinnuálag hafði jafnframt tengsl við tíðni kulnunareinkenna en tengslin voru veik í samanburði við tengsl hugrænnar byrði (álags í einkalífi) sem reyndist hafa sterk tengsl við tíðni kulnunareinkenna. Niðurstöðurnar eru mikilvægt innlegg í fræðilega umfjöllun um kulnun þar sem meirihluti rannsókna hefur
    einblínt á vinnutengt álag. Þær hafa ekki síður hagnýtt gildi fyrir þá sem koma að forvörnum og meðferð við kulnun, því þær benda til þess að ekki sé nóg að huga að vinnuumhverfinu heldur þurfi heildræna nálgun sem felst í að styðja við fólk og leita leiða til að draga úr
    álagsþáttum í einkalífi sem og vinnu.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis consists of two separate studies.The first study is a short preliminary study about public perceptions of individuals with burn-out and prevalence of burnout stigma. The results indicate that the majority of participants (86%) believe that burnout is caused by work related stress as well as personal life stressors. The majority also believe that women are more likely than other genders to experience burnout. When asked to justify their position more than third stated mental load as the main reason for women being more likely to burnout. Other factors, such as unequal responsibility for household tasks, child-care, and care for elderly parents were also mentioned. Some also stated that there is more societal pressure on women. In general, the prevalence of burnout stigma among participants was low.
    The second study evaluates potential determinants of burnout symptoms. The results of the preliminary study influenced the general focus of the study as well as choice of measurement, resulting in a decision to focus solely on women and non-binary. Scholars differ in their theoretical opinion on possible causes of burnout. Some consider burnout to be
    caused solely by work-related stress, while others believe that other non-work-related factors like personality traits and stressors in private life also play an important role. The aim of the study was to evaluate the connection between personality traits, social support, work related stress and personal life stressors (such as mental load) with the frequency of burnout symptoms. An online questionnaire was distributed via convenience sampling in the beginning of 2024. Participants were between the age of 20 to 78 years old (n = 702). Results indicate that personality traits have a weak correlation with frequency of burnout symptoms. Overload at work appears to be correlated with frequency of burnout symptoms but the correlation is weak in comparison with the correlation between mental load and frequency of burnout symptoms. Mental load (private life stressor) turned out to be the strongest predictor variable of frequency of burnout symptoms. These results are an important contribution to the ongoing theoretical discussion regarding burnout as most of the current research has focused
    primarily on the effect of work-related stress.The results also have practical implications for those who seek to implement preventative measures or treatment of burnout, as they suggest that it is not enough to focus solely on the workplace.A more holistic approach is needed to
    support people in reducing private life stress as well as work related stress.

Samþykkt: 
  • 30.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47436


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_yfirlysing_29_05_24.pdf179.86 kBLokaðurYfirlýsingPDF
MSritgerd_ingibjorg_iris_lokautgafa.pdf1.3 MBLokaður til...01.06.2034HeildartextiPDF