Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47439
Bakgrunnur: Styrkur í hællyftum er mikilvæg mæling fyrir einstaklinga með hásinamein, sem er algengt vandamál á meðal íþróttafólks. Ákjósanlegt álag í endurhæfingu hásinameina er óþekkt og líkur á því að áframhaldandi þróun verði á núverandi æfingaáætlunum. Ef það er hægt að áætla hámarksstyrk út frá endurtekningum með lægri þyngdir, verður hægt að notast við styrk í hællyftu til þess að persónusníða meðferð. Aðferðir til þess að áætla hámarksstyrk hafa verið þróaðar með
hreyfingum sem nota lægra hlutfall af líkamsþyngd og fleiri liðamót heldur en hællyftur. Það er óvíst hvort þurfi því sérstaka spájöfnu sem tekur mið af þessum sérstöku eiginleikum hreyfingarinnar
Rannsóknarsnið: Lýsandi þversniðsrannsókn (e. descriptive cross-sectional study). Aðferðir: Þátttakendur rannsóknar voru úr æfingahópum á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdar voru hámarkshællyftur á öðrum fæti og hámarksendurtekningar með þyngd á bilinu 60-90% af hámarkslyftu. Hæð lyftanna var mæld með snjallforritinu Calf Raise og töldust þær endurtekningar gildar sem náðu yfir 90% af hæð viðmiðunarlyftu. Línuleg aðhvarfsgreining var notuð til þess að búa til spájöfnu og kross sannprófun (e. cross validation) til þess að meta hversu nákvæm spájafnan er.
Pöruð T-próf voru notuð til að bera saman jöfnuna sem fékkst úr aðhvarfsgreiningu og annarra útgefna jafna við hámarksstyrk þátttakenda.
Niðurstöður: Besta mátun spágilda við raungildi fékkst með því nota háða breytu (hámarkslyftu+líkamsþyngd) og skýribreyturnar (mótstaða+líkamsþyngd) og endurtekningar
(R 2 =0.988). Við það fékkst jafnan JHEH (Jafna fyrir hámarks einfætta hællyftu)Það var ekki marktækur munur á spágildum JHEH og raungildum (p=0.836). Marktækur munur var á spágildum og raungildum
allra spájafna sem notaðar voru til samanburðar (p<0.001).
Ályktun: Niðurstöður benda til þess að fjöldi endurtekninga hællyfta á öðrum fæti geti spáð fyrir um hámarksstyrk í hællyftu með góðum árangri.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
msc_numi_skil_loka.pdf | 1.05 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing2.pdf | 2.48 MB | Lokaður | Yfirlýsing |