Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47443
The study examined sex differences in sport-related concussion outcomes (SRC), field response, and what occurs following a concussion among Icelandic athletes who had experienced a concussion and had retired from or were currently training or competing at the highest level in various contact sports. Participants were 156 female athletes aged 17-45 and 55 male athletes in the same age range. The study aimed to examine sex differences in field response following a concussion, duration of concussion symptoms, presence of medical personnel during the game or practice, and athletes' current concussion symptom scores. A semi-structured interview was conducted to collect data on participants' concussion history. The current study only used part of the interview, examining participants' responses regarding their most severe concussion. Results revealed no significant sex difference in field response and duration of concussion symptoms after a concussion. Male athletes reported the presence of medical personnel during practices/games at a significantly higher rate. The interaction between field response and sex did not significantly affect current concussion symptom scores. The study highlights the need for increased awareness and more effective management and prevention strategies for SRC, reflecting female and male athletes' differences in experiences and reactions to concussions in sports.
Keywords: Sport-related concussion (SRC), field response, concussion symptoms, medical personnel
Í rannsókninni var kynjamunur í útkomu á íþróttatengdum heilahristingi (SRC) skoðaður, viðbrögð á vettvangi og hvað gerist í kjölfarið á meðal íþróttafólks á Íslandi sem hafði upplifað heilahristing og hætt eða var enn að æfa eða keppa á afreksstigi í ýmsum snertiíþróttum. Þátttakendur voru 156 íþróttakonur á aldursbilinu 17-45 ára og alls 55 íþróttakarlar á sama aldursbili. Markmið rannsóknarinnar var að skoða kynjamun í viðbrögðum á vettvangi eftir heilahristing, lengd heilahristingseinkenna, viðveru sjúkraþjálfara eða lækna í leik eða keppni og núverandi einkennaskor hjá íþróttafólki. Notast var við hálfstaðlað viðtal til að safna upplýsingum um heilahristingssögu þátttakenda. Núverandi rannsókn nýtti einungis hluta af viðtalinu, þar sem skoðuð voru svör þátttakenda í tengslum við alvarlegasta heilahristinginn. Niðurstöður sýndu engan marktækan kynjamun í viðbrögðum á vettvangi og lengd heilahristingseinkenna. Karlar tilkynntu um nærveru sjúkraþjálfara eða lækna á æfingum og leikjum í marktækt hærra hlutfalli. Samspil á milli viðbragða á vettvangi og kyns hafði ekki marktæk áhrif á núverandi einkennaskor. Rannsóknin leggur áherslu á þörfina á aukinni vitund, skilvirkari stjórnun og forvarnarstefnu í íþróttatengdum heilahristingi (SRC), sem endurspeglar mismunandi reynslu kvenna og karla í íþróttum og viðbrögðum við heilahristingi.
Lykilorð : Íþróttatengdur heilahristingur, viðbrögð á vettvangi, heilahristingseinkenni, heilbrigðisstarfsfólk
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BSc-Thesis-2024-Anna.pdf | 448,11 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |