Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47457
Background: The use of biophysical agents (BPAs) in physical therapy varies globally. While significant research has been conducted internationally, the availability and specific usage patterns among Icelandic physical therapists remain unexplored formally until this study.
Objective: The thesis aims to analyze the disparities in the BPAs utilization between novice and experienced physical therapists in Iceland, and compare these patterns with similar studies done in other countries. Also, to compare how workplace environments, private practice vs. non-private practice, affect the BPA usage.
Methods: A cross-sectional survey was distributed among Icelandic physical therapists, categorizing the BPAs availability and usage. A total of 223 participants initially took part in the survey, a 34% response rate. Responses from therapists with five or less years of experience were compared to experienced therapists (more than 20 years experience) and responses from private practice therapists were compared to non-private practice therapists. Statistical analysis, including the Mann-Whitney U test, was employed to identify any significant differences in usage patterns between novice and experienced physical therapists, as well as across different workplace environments.
Results: The results indicated that experienced physical therapists use biophysical agents more frequently than their novice colleagues, particularly when it comes to paraffin wax, ultrasound, and biofeedback. The most used biophysical agents by both novice and experienced therapists were low-level laser therapy (LLLT), hot packs, and transcutaneous electrical nerve stimulation (TENS). Workplace environment significantly influences BPAs choices. Physical therapists in private practice were more likely to use LLLT, mechanical traction, and extracorporeal shockwave therapy (ESWT). In contrast, therapists in non-private practice used hot packs, paraffin wax, and whirlpool significantly more than their colleagues in private practice. The most used biophysical agents in private practice were LLLT, TENS, and ESWT in this order. On the other hand, for non-private workplace, the most used BPAs were hot packs, LLLT, and TENS.
Conclusions: Experience and workplace settings are significant determinants of the BPA usage among physical therapists in Iceland. The preference for specific biophysical agents suggests that professional experience and workplace environment influence therapeutic choices. These insights emphasize the need for continuous professional development that aligns with clinical guidelines, PTs knowledge, and the specific needs of patients to optimize therapeutic outcomes.
Bakgrunnur: Notkun lífeðlismeðferða (BPAs) í sjúkraþjálfun er misjöfn á heimsvísu. Þrátt fyrir að umtalsverðar rannsóknir hafa verið gerðar á alþjóðlegum vettvangi, hefur framboð og notkunarmynstur meðal sjúkraþjálfara á Íslandi ekki verið formlega könnuð fyrr en með þessari rannsókn.
Markmið: Markmið þessarar rannsóknar er því að kanna hvort misræmi er á notkun BPAs milli óreyndra og reyndra sjúkraþjálfara á Íslandi og bera saman þessi mynstur við svipaðar rannsóknir sem gerðar hafa verið erlendis. Einnig var skoðað hvort vinnustaðir, einkareknar stofur á móti öðrum vinnustöðum hafi áhrif á BPA notkun.
Aðferðir: Þversniðskönnun var dreift meðal íslenskra sjúkraþjálfara, þar sem framboði og notkun BPAs var flokkuð. Alls tóku 223 þátttakendur þátt í könnuninni, 34% svarhlutfall. Svör frá sjúkraþjálfurum með fimm ára reynslu, eða minna voru borin saman við reyndari sjúkraþjálfara, með meira en 20 ára reynslu, sem og svör frá sjúkraþjálfurum á einkareknum stofum voru borin saman við aðra vinnustaði. Tölfræðigreining, var framkvæmd með Mann-Whitney U próf, var notuð til að greina hvort marktækur munur væri á notkunarmynstrum milli óreyndra og reyndra sjúkraþjálfara og milli vinnustaða.
Niðurstöður: Niðurstöðurnar bentu til þess að reyndir sjúkraþjálfarar notuðu BPAs oftar en reynsluminni samstarfsmenn, sérstaklega þegar kom að vaxmeðferð, hljóðbylgjum og lífeðlisfræðilegri endurgjöf (e. biofeedback). Mest notuðu lífeðlismeðferðirnar af bæði reynslu minni og reynslu meiri sjúkraþjálfurum voru lágorku laser, heitir bakstrar og raftaugaörvun gegnum húð. Vinnustaður einstaklinga hafði marktæk áhrif á val þeirra á BPAs Sjúkraþjálfarar í einkareknum stofum voru líklegri til að nota lágorku lasermeðferð, véltog og höggbylgjur. Í samanburði notuðu sjúkraþjálfarar á öðrum starfsstöðum heita bakstra, vaxmeðferð og nuddpott oftar en samstarfsmenn þeirra á einkareknum stofum. Algengustu
BPA í einkareknum stofum voru lágorku lasermeðferð, raftaugaörvun gegnum húð (e.TENS) og höggbylgjur í þessari röð. Hins vegar á öðrum starfsstöðum voru það heitir bakstrar, lágorku lasermeðferð og raftaugaörvun gegnum húð.
Ályktun: Reynsla og vinnuaðstaða hafa marktæk áhrif á notkun BPAs meðal sjúkraþjálfara á Íslandi. Val á ákveðnum lífeðlisfræðilegum meðferðum bendir til þess að starfsreynsla og vinnuumhverfi hafi
áhrif á val meðferðar hverju sinni. Þessi innsýn leggur áherslu á þörfina á stöðugri faglegri þróun sem er í takt við núverandi leiðbeiningar, þekkingu sjúkraþjálfara og þarfir sjúklinga til að hámarka meðferðarárangur.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Msc Hulda lokaskjal clean-.pdf | 946,16 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlýsing.jpg | 1,98 MB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |