is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47463

Titill: 
  • Notkun almennings á heilbrigðiskerfinu: Mæling komutíðni á spítala og heilsugæslur á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Heilbrigðiskerfið kemur reglulega við sögu í lífi flestra, allt frá fæðingu og út ævina. Fram að þessu hefur notkunartíðni heillar þjóðar á heilbrigðisþjónustu ekki verið mæld með beinum hætti en helsta ástæða þess er erfitt aðgengi að nægilega þekjandi gögnum um sjúkrasögu fólks. Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta hversu hátt hlutfall almennings á Íslandi notar spítala- og heilsugæsluþjónustu á ári hverju og hversu oft einstaklingar sækja sér slíka þjónustu að jafnaði. Til þess var gagna um allar skráðar komur allra einstaklinga á spítala og heilsugæslur á Íslandi frá árinu 2011 til og með 2023 aflað frá embætti landlæknis. Ofan á grunngögnin var smíðað gagnalíkan sem notað var til að reikna út hlutfall almennings sem sótti sér þjónustu á spítala eða heilsugæslur á öllu tímabilinu. Þar að auki var fjöldi heimsókna á einstakling mældur, bæði í heild og eftir aldri. Niðurstöður sýndu að milli 85,7% og 90,2% almennings höfðu að minnsta kosti eina skráða heimsókn á spítala eða heilsugæslu á rannsóknartímabilinu. Meðalheimsóknafjöldi á einstakling var 7,8 heimsóknir við upphaf tímabilsins en 9,1 heimsókn við lok þess. Miðgildi heimsóknafjölda var fjórar heimsóknir frá árinu 2011 til ársins 2019 en hækkaði upp í fimm heimsóknir frá og með árinu 2020. Gögnin sem notuð voru í rannsókninni bjóða upp á ótal möguleika til frekari rannsókna á notkunarmynstrum almennings á heilbrigðisþjónustu í framtíðinni.

  • Útdráttur er á ensku

    The healthcare system is an integral part of most individuals‘ lives, spanning from birth throughout their lifetime. To date, the utilization of healthcare services by an entire nation has not been directly measured, primarily due to the challenge of accessing sufficiently comprehensive data on individuals‘ medical histories. This study aims to evaluate the proportion of the Icelandic population that utilizes hospital and primary healthcare services annually, as well as the average frequency of such utilization per individual. For this purpose, data encompassing all recorded visits by all individuals to hospitals and primary healthcare centers in Iceland from 2011 to 2023 were acquired from the Directorate of Health. A data model was constructed using the foundational data to calculate the proportion of the population that sought hospital or primary healthcare services throughout the specified period. Additionally, the number of visits per individual was assessed, both in aggregate and by age group. The findings indicate that between 85.7% and 90.2% of the population had at least one recorded contact with a hospital or primary healthcare center annually. The average number of visits per individual was 7.8 at the beginning of the study period, rising to 9.1 by its end. The median number of visits was four from 2011 to 2019, increasing to five from 2020 onwards. The dataset employed in this study provides substantial opportunities for further research into public healthcare service utilization patterns in the future.

Samþykkt: 
  • 3.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47463


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS Ritgerð - Jón Pétur Snæland.pdf7,3 MBLokaður til...01.06.2027HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing_utfyllt-print.PDF236,37 kBLokaðurYfirlýsingPDF