Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/47470
Unglingsárin er tímabil líkamlegra og andlegra umbreytinga, þroska, hvatvísi og skapsveiflna. Sjálfsmynd unglinga breytist og tengsl þeirra við samfélagið eykst. Áhugi á nýjum hlutum vaknar og sjálfsmynd þeirra í mikilli mótun á þessum árum. Þessi ár eru mikilvæg fyrir sjálfstæði og ákvörðunartöku þeirra. Í ritgerðinni er leitað svara við rannsóknarspurningunni: Hvað er áhættuhegðun og hverjar eru birtingarmyndir hennar? Hvers vegna eru lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna mikilvæg með tilliti til áhættuhegðunar? Á þessu tímabili getur áhættuhegðun verið algeng, en allt að 50% unglinga sýna merki um áhættuhegðun á þessum árum. Slík hegðun getur sýnt sig á mismunandi hátt og getur verið allt frá skólaforðun yfir í alvarlegt afbrot. Áhættuþættir áhættuhegðunar geta verið margþættir, tengdir fjárhagslegum aðstæðum og félagslegum tengslum. Í ritgerðinni er fjallað um ný lög sem kallast farsældarlögin sem eiga að stuðla að samþættri þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra við vandamálum eins og áhættuhegðun. Lögin eiga að grípa inn í með snemmtækum stuðningi um leið og áskoranir birtast í lífi barns. Hugtakið snemmtækur stuðningur, sem farsældarlögin hafa í för með sér geta gripið fyrr inn í áhættuhegðun unglinga og komið í veg fyrir að vandinn verði alvarlegri með því að veita þeim þann stuðning sem þörf er á. Ritgerðin er fræðileg heimildarritgerð þar sem styðst er við ýmsar rannsóknir bæði íslenskra og erlendra, bækur og greinar sem fjalla um unglingsárin, áskoranir og áhættuhegðun. Niðurstöður ritgerðarinnar sýna að unglingsárin eru tímabil þroska og áskorana, þar sem áhættuhegðun getur verið algeng. Niðurstöður benda til þess að birtingarmynd áhættuhegðunar sé margvísleg. Ástæðu áhættuhegðunar má rekja til líffræðilegra þátta sem og umhverfisþátta og einnig samspil þessara þátta. Þá er ljóst að skólaforðun, sem er ein birtingarmynd áhættuhegðunar, fer vaxandi hér á landi en það er kannski sú birtingarmynd áhættuhegðunar sem best er hægt að hafa jákvæð áhrif á með snemmtækum stuðningi. Snemmtækur stuðningur er nýmæli hér á landi og birtist í lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Lögunum er ætlað að stuðla að farsæld barna með því að styðja við bæði barn og fjölskyldur þeirra með snemmtækum stuðningi og samþættri þjónustu. Í ljósi þessa eru farsældarlögin mikilvægt verkfæri til þess að horfa heildarmyndina hjá barni og getur stuðlað að velferð og farsæld þeirra.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Sesselja Borg BA ritgerð LOKAEINTAK.pdf | 835,12 kB | Open | Complete Text | View/Open | |
Sesselja Borg - yfirlýsing RÉTT.pdf | 338,34 kB | Locked | Declaration of Access |