is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47476

Titill: 
 • ,,Mitt örugga rými" Reynsla kvenna af fæðingum án fagaðila á Íslandi. Fyrirbærifræðileg rannsókn
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Talið er að fæðingum án aðstoðar fagaðila hafi fjölgað víða í hinum vestræna heimi. Konur sem velja þessa leið fyrir sig taka upplýsta og meðvitaða ákvörðun með valdeflandi upplifun að leiðarljósi. Niðurstöður rannsókna benda til þess að í löndum þar sem inngripatíðni í fæðingum er há hafi tíðni fæðinga án aðstoðar fagaðila aukist. Ástæður sem liggja að baki ákvörðunum þessara kvenna geta verið af ýmsum toga. Eitt af hlutverkum ljósmæðra er að vera málsvarar kvenna í barneignarferlinu, en í því felst að mæta einstaklingsbundnum þörfum þeirra og standa vörð um lífeðlisfræðilegar fæðingar.
  Tilgangur og markmið: Tilgangur verkefninsins var að fá innsýn í reynslu kvenna hér á landi sem hafa fætt án aðstoðar ljósmóður eða annarra fagaðila. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvað búi að baki slíkri ákvörðun og hvort eða hvernig ljósmæður geta stutt við þær konur sem hafa valið þessa leið.
  Aðferð: Notast var við eigindlega aðferðafræði og stuðst við rannsóknaraðferð Vancouver- skólans í fyrirbærafræði. Gagnaöflun var í formi djúpviðtala við fimm konur. Notast var við þemagreiningu við úrvinnslu viðtalanna.
  Niðurstöður: Sett var fram heildargreiningarlíkan á fyrirbærum sem byggði á greiningu á viðtölunum. Framsetning heildarlíkansins var sett fram í formi blóms þar sem meginþemað „Mitt örugga rými“ var kjarninn. Undirþemun skiptust í tvennt og voru sex talsins. Fjögur þemu sem tengdust tilfinningum og viðhorfum kvennanna í garð fæðinga voru höfð í krónublöðum blómsins og voru „Ábyrgðin og valdið er mitt“, „Ég óttast að missa stjórn“, „Ég treysti ferlinu“ og „Fæðingin mín er heilög“ . Undirþemun tvö sem snéru að ljósmæðrum, „Ljósmæður bundnar af kerfinu“ og „Margræð nærvera ljósmæðra“, voru höfð í laufblöðunum á stilki blómsins.
  Ályktun: Konur sem velja að fæða án aðstoðar fagðila taka meðvitaða og upplýsta ákvörðun um fæðingu sína. Þær lýstu því hvernig það að bera ábyrgð á eigin líkama hefði haft valdeflandi áhrif og óttanum við að missa stjórn ef þær hefðu ljósmóður eða aðra fagaðila með í fæðingarrýminu. Í þessari rannsókn lýstu allar konurnar því hvernig þær treystu ferlinu og að þessi leið hefði verið sú öruggasta fyrir þær að þessu sinni, hvort sem tilfinningin kæmi frá slæmri fyrri reynslu eða innri vissu. Þessar niðurstöður gefa til kynna að ljósmæður þurfi að leita nýrra leiða til að vera talsmenn allra kvenna í barneignarferlinu, sýna þeim virðingu og hafa skilning á ákvörðunum þeirra.
  Lykilorð: Fæðing án aðstoðar fagaðila, ljósmóðurfræði, upplýst val, sjálfræði

Samþykkt: 
 • 3.6.2024
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/47476


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR MSc..pdf1.11 MBLokaður til...01.06.2026HeildartextiPDF
Yfirlysing_GM.jpeg1.14 MBLokaðurYfirlýsingJPG