is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47477

Titill: 
  • Forvarnir og meðferð án lyfja við stálma, stíflum og brjóstabólgu. Kerfisbundin fræðileg samantekt
  • Titill er á ensku Prevention and non-drug interventions for engorgement, plugged duckts and mastitis
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Brjóstagjöf er hið náttúrulega form næringarinntöku fyrir ungabörn. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) ráðleggur eingöngu brjóstamjólk til sex mánaða aldurs og áfram samhliða fæðu fram að tveggja ára aldri eða lengur. Algeng vandamál í brjóstagjöf eru stálmi, stíflur og brjóstabólga. Mismunandi forvarnir og meðferðarúrræði hafa verið notuð til að draga úr tíðni og afleiðingum stálma, stífla og brjóstabólgu en takmörkuð þekking er þó á gagnsemi þeirra.
    Tilgangur : Tilgangurinn var að bera saman áhrif mismunandi íhlutana án lyfja og meta hvaða íhlutanir er varða forvörn og meðferð án lyfja nýtist best til að draga úr einkennum og afleiðingum stálma, stífla og brjóstabólgu.
    Aðferð: Kerfisbundin fræðileg samantekt var framkvæmd. Leit var gerð í gagnagrunnunum Chinal, PubMed og Web of science. Alls fundustu 278 megindlegar rannsóknir á ensku frá árunum 2019-2024 sem fjölluðu um forvarnir eða meðferð án lyfja við stálma, stíflum eða brjóstabólgu.
    Niðurstöður: Þær níu megindlegu rannsóknir sem stóðust inntökuskilyrði og gæðamat enduðu í niðurstöðukafla. Helstu íhlutanir sem voru skoðaðar voru: nudd, inntaka góðgerla, hita og kælibakstrar, aðferðin að leyfa barni að finna brjóst sjálft og fræðsla.
    Íhlutanirnar áttu það sameiginlegt að draga úr einkennum stálma, stífla eða brjóstabólgu. Aðal útkomubreytur voru verkir og önnur einkenni vegna stálma, stífla og brjóstabólgu. Aðrar útkomubreytur voru svefn ungabarna, aukin mjólkurframleiðsla og lengd brjóstagjafar.
    Ályktanir: Ekki er hægt að álykta um hvaða íhlutun veitir bestan árangur í lok þessarar kerfisbundnu fræðilegu samantektar. Hins vegar varpar hún ljósi á mögulegan ávinning þess að nýta sömu aðferðir í umönnun til að tryggja samfellu í þjónustu. Áhugavert væri að rannsaka betur inntöku góðgerla þar sem rannsóknin sem fjallar um þá lofar góðu. Hugsanlega er tilefni til endurskoðunar verklags í gæðahandbók Landspítalans um brjóstabólgu og ígerð í tengslum við mjaltavélar með tilliti til umfjöllunar nýlegra fræðigreina um notkun þeirra.
    Lykilorð: Brjóstabólga, stálmi, stífla, íhlutun og forvörn, brjóstagjöf, ljósmóðurfræði.

  • Útdráttur er á ensku

    Background : Breastfeeding is the natural form of nutrition intake for infants, and is generally recognized as the best nutrion for infants. The World Health Organization (WHO) recommends breastfeeding exclusively for six months and continued alongside complementary foods up to two years or longer. Despite that many mothers stop breastfeeding before that time due to various obstacles. Common problems in breastfeeding are nipple pain, engorgement and mastitis. Various preventive measures and non-drug interventions have been used to reduced the frequency and consequences of breast pain, engorgement and mastitis. Limited knowledge exists about their effectiveness.
    Objective: The purpose was to compare the effects of different non-drug components with traditional care and evaluate which interventions are most useful in reducing the symptoms and consequences of engorgement, plugged ducts and mastitis.
    Method: A systematic review was conducted. The search was made in the databases Chinal, PubMed and Web of Science. A total of 278 quantiative studies in English were found from the years 2019-2024 that dealt with the prevention or non-drug intervention of engorgement, plugged ducts or mastitis.
    Results : Nine quantitative studies passed the inclusion criteria and quality assessment. The main components that were examined were different massages, the intake of probiotics, heat and cooling packs, biological nurturing and breastfeeding education. The studies were jointly aimed at reducing the symptoms of engorgement, plugged ducts or mastitis. Primary outcome were pain and other symptoms due to mastitis, plugged ducts and mastitis. Other outcome included infant sleep, increased milk production and duration of breastfeeding.
    Conclusions : At the end of this systematic review, it is not possible to conclude which intervention provides the best results. However, it highlights the potential benefits of using the same methods in the care of women postpartum to ensure greater continuity of interventions. In addition, the author believes that it is necessary to follow the future studies on the ingestion of probiotics, as the research that deals with them is promising and such treatment could be useful in Icelandic maternity care and postpartum. Also the author believes that the Landspítali clinical guidelines on mastitis and abscesses in connection with breast pumps need to be revised in light of the discussion of recent academic articles on their use.
    Keywords: Breast engorgement, mastitis, plugged ducts, intervention, prevention, breastfeeding, midwifery.

Samþykkt: 
  • 3.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47477


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MEISTARAVERKEFNI SKILA Í SKEMMU.pdf1.69 MBLokaður til...29.05.2034HeildartextiPDF
IMG_4930.jpeg3.28 MBLokaðurYfirlýsingJPG